Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   fös 25. júlí 2025 21:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Dramatík í toppslagnum - Sex mörk í Árbænum
Lengjudeildin
Oumar Diouck
Oumar Diouck
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rrafael Máni
Rrafael Máni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var svakaleg dramatík þegar ÍR fékk Njarðvík í heimsókn í toppslag í Lengjudeildinni í kvöld.

Oumar Diouck var hársbreidd frá því að koma Njarðvík yfir eftir 25 mínútna leik þegar hann renndi boltanum í átt að opnu markinu en Sigurður Karl Gunnarsson komst fyrir á síðustu stundu.

Davíð Helgi Aronsson braut síðan ísinn fyrir Njarðvík þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Óðinn Bjarkason jafnaði metin snemma í seinni hálfleik eftir hraða sókn hjá ÍR.

Stuttu síðar komust ÍR-ingar yfir þegar Bergvin Fannar Helgason batt endann á laglega sókn liðsins. Dramatíkinni var ekki lokið því Diouck jafnaði metin þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu undir lok leiks.

Dominik Radic fékk gullið tækifæri til að tryggja Njarðvík sigurinn í uppbótatíma en skotið yfir og jafntefli niðurstaðan.

ÍR er áfram á toppnum með 29 stig og Njarðvík í 2. sæti með 28 stig.

Það var markaleikur þegar Fylkir fékk Fjölni í heimsókn í botnbaráttuslag. Bjarni Þór Hafstein kom Fjölni yfir snemma leiks. Stuttu síðar jafnaði Emil Ásmundsson metin eftir hornspyrnu.

Aðeins fjórum mínútum seinna kom Eyþór Aron Wöhler Fylki yfir og aftur var það eftir hornspyrnu. Ásgeir Eyþórsson bætti þriðja markinu við eftir rúmlega klukkutíma leik og í enn eitt skiptið kom markið eftir hornspyrnu.

Þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma setti Kristófer Dagur Arnarsson spennu í leikinn þegar hann skoraði úr vítaspyrnu.

Það var einnig dramatík í botnbaráttuslagnum eins og í toppbaráttuslagnum því Rafael Máni Þrastarson skoraði jöfnunarmark fyrir Fjölni á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Þróttur lenti undir gegn Grindavík en kom til baka og vann með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla undir lokin.

Leiknir fékk vítaspyrnu snemma leiks gegn HK í Kórnum. Shkelzen Veseli tók spyrnuna en Ólafur Örn Ásgeirsson varði frá honum. HK náði að refsa þegar Dusan Brkovic setti boltann í eigið net eftir tilraun frá Karli Ágústi Karlssyni og það reyndist sigurmarkið.

Fjölnir kemur sér af botninum og jafnar Leikni með 10 stig. Fylkir er áfram í 8. sæti með 11 stig. HK er með 27 stig í 3. sæti, stigi á eftir Njarðvík. Þróttur fer upp fyriri Þór í 4. sæti með 25 stig en Grindavík er í 8. sæti með 14 stig.

Fylkir 3 - 3 Fjölnir
0-1 Bjarni Þór Hafstein ('5 )
1-1 Emil Ásmundsson ('10 )
2-1 Eyþór Aron Wöhler ('14 )
3-1 Ásgeir Eyþórsson ('65 )
3-2 Kristófer Dagur Arnarsson ('77 , víti)
3-3 Rafael Máni Þrastarson ('90 )
Lestu um leikinn

ÍR 2 - 2 Njarðvík
0-1 Davíð Helgi Aronsson ('37 )
1-1 Óðinn Bjarkason ('56 )
2-1 Bergvin Fannar Helgason ('63 )
2-2 Oumar Diouck ('89 )
Lestu um leikinn

Grindavík 1 - 2 Þróttur R.
1-0 Ármann Ingi Finnbogason ('39 )
1-1 Unnar Steinn Ingvarsson ('73 )
1-2 Viktor Andri Hafþórsson ('78 )
Lestu um leikinn

HK 1 - 1 Leiknir R.
0-0 Shkelzen Veseli ('11 , misnotað víti)
0-1 Dusan Brkovic ('23 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 14 8 5 1 26 - 12 +14 29
2.    Njarðvík 14 7 7 0 33 - 14 +19 28
3.    HK 14 8 3 3 26 - 15 +11 27
4.    Þróttur R. 14 7 4 3 26 - 22 +4 25
5.    Þór 14 7 3 4 32 - 22 +10 24
6.    Keflavík 14 6 4 4 32 - 24 +8 22
7.    Völsungur 13 4 2 7 20 - 30 -10 14
8.    Grindavík 14 4 2 8 29 - 40 -11 14
9.    Selfoss 13 4 1 8 15 - 25 -10 13
10.    Fylkir 14 2 5 7 19 - 24 -5 11
11.    Fjölnir 14 2 4 8 21 - 35 -14 10
12.    Leiknir R. 14 2 4 8 13 - 29 -16 10
Athugasemdir
banner
banner