
Víkingur lagði Stjörnuna 2-1 á heimavelli sínum, þær mættu mun grimmari til leiks og settu tvö mörk í fyrri hálfleik
Einar Guðnason tók nýverið við liðinu og stjórnaði hann liðinu í fyrsta sinn í kvöld og sótti sigurinn spurður um tilfinninguna eftir leik svaraði hann „Hún er ótrúlega góð, bara fáránlega góð, mikill léttir, gaman að þessu.“
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 1 Stjarnan
Aðspurður hvort planið hafi gengið upp svaraði Einar „Já ég myndi segja það en við reyndar fengum á okkur mark, það var ekki á planinu en annars þá já eins og við vorum búin að leggja hann upp saman teymið og leikmenn þá held ég að það hafi bara farið nokkuð vel eftir því.“
„Ég er ekkert endilega að breyta einhverju endilega skilurðu, bara auðvitað það þjálfar enginn eins, það er bara þannig, hérna en við erum kannski með aðeins öðruvísi pressu og með aðeins öðruvísi uppspil en hérna annars er þetta bara fótbolti skilurðu.“
Víkingar fengu sterkan liðsstyrk núna í glugganum en Shaina er gengin aftur til liðs við Víking
„Shaina var alveg frábær í dag og gerði nákvæmlega það sem hún gerir. Það er annar ameríkani sem heitir Ashley Clark sem að við erum bara að bíða eftir að pappírar fari í gegn, hún er búin að æfa með okkur núna í 3 vikur og vorum að vona að hún yrði klár í dag en hún var það ekki en vonandi klár fyrir næsta leik."
Næsti leikur Víkings verður gegn Þrótti á AVIS vellinum 8. ágúst nk.
„Maður er alltaf að hugsa eitthvað, við erum náttúrlega búin að vera að einbeita okkur að Stjörnunni en núna þurfum við að einbeita okkur bara að næstu mótherjum, það eru 2 leikir þarna með stuttu millibili, þannig við þurfum að skoða bæði liðin, Þróttur og Breiðablik og já við höfum nógan tíma til að skoða það.“
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan