Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fös 25. júlí 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Arteta um Mosquera: Með spennandi hæfileika
Mynd: Arsenal
Spænski varnarmaðurinn Cristhian Mosquera var í gær kynntur sem nýr leikmaður Aresenal en þessi 21 árs leikmaður kemur frá Valencia.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, lýsir Mosquera sem spennandi og hæfileikaríkum leikmanni sem sé með svigrúm til að verða enn betri.

„Við erum hæstánægð með að bjóða Cristhian velkominn til Arsenal. Hann er 21 árs varnarmaður sem hefur þegar sýnt stöðuga og góða frammistöðu og öðlast mikla reynslu í La Liga," segir Arteta.

„Hann er leikmaður með mikla leikgreind og góðan hraða, hann getur spilað í hjarta varnarinnar og einnig í báðum bakvörðum. Hann er ungur leikmaður með spennandi hæfileka sem mun passa vel inn í hópinn."

„Við erum spenntir fyrir því að vinna með honum og láta honum líða eins og hann sé heima hjá sér."
Athugasemdir
banner