Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
4. deild: Vængir Júpíters unnu í Eyjum
Mynd: Aðsend
KFS 0 - 3 Vængir Júpiters
0-1 Atli Fannar Hauksson ('67 )
0-2 Aron Sölvi Róbertsson ('85 )
0-3 Aron Sölvi Róbertsson ('90 )

Síðasti leikurinn í 12. umferð í 4. deild fór fram í gær þegar KFS fékk Vængi Júpíters í heimsókn til Eyja.

Staðan var markalaus í hálfleik en Vængir Júpíters brutu ísinn eftir rúmlega klukkutíma leik þegar Atli Fannar Hauksson skoraði.

Þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma skoraði Aron Sölvi Róbertsson annað mark liðsins og bætti síðan þriðja markinu við og innsiglaði sigur Vængja Júpíters í blálokin.

Vængir júpíters er í 4. sæti með 20 stig eins og Árborg og Elliði sem eru í 3. og 5. sæti. KFS er hins vegar í 9. og næst neðsta sæti með tíu stig. Liðið hefur tapað sex leikjum í röð.
4. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KÁ 12 8 4 0 50 - 17 +33 28
2.    KH 12 8 2 2 35 - 20 +15 26
3.    Árborg 12 5 5 2 29 - 22 +7 20
4.    Vængir Júpiters 12 5 5 2 25 - 19 +6 20
5.    Elliði 12 5 5 2 24 - 18 +6 20
6.    Hafnir 12 5 0 7 28 - 34 -6 15
7.    Kría 12 3 4 5 22 - 25 -3 13
8.    Álftanes 12 3 2 7 16 - 27 -11 11
9.    KFS 12 3 1 8 18 - 48 -30 10
10.    Hamar 12 0 2 10 15 - 32 -17 2
Athugasemdir