Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   fös 25. júlí 2025 23:29
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvík heimsóttu topplið ÍR í sannkölluðum toppslag Lengjudeildarinnar í fjórtándu umferð. 


Lestu um leikinn: ÍR 2 -  2 Njarðvík

„Auðvitað svekkjandi, við vildum vinna. Við viljum fara inn í hvern einasta leik til að vinna og mér fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við bara vera algjörlega eitt lið hérna í fyrri hálfleik. Við vorum með algjöra stjórn á þessu og þeir eru að renna hérna og bjarga á línu og ég veit ekki hvað og hvað" 

„1-0 er nátturlega lítil forysta í fótbolta í dag, það er bara þannig og við vitum það" 

„Mér fannst við í fyrri hálfleik bara vinna baráttuna. Við unnum bara barátturnar. Við unnum fyrsta bolta, seinni bolta og svo náðum við að spila okkar leik þegar við náðum boltanum niður og mér fannst við gera hrikalega vel" 

„Í seinni hálfleik vorum við ekki nægilega nálægt þeim. Við vorum komnir í að halda að þetta væri komið einhvernveginn og vorum svolítið ólíkir sjálfum okkur. Við vorum bara komnir í einhverja langa bolta og það slitnaði svolítið á milli okkar" 

„Þessi mörk hjá þeim eru svolítið í takt við það að við gleymum okkur aðeins. Við erum ekki nógu nálægt eins og þarna með framherjan hjá þeim sem að nær bara að taka boltann og snúa og við erum með tvo varnarmenn í kringum hann sem að við erum ekki nægilega nálægt til þess að stoppa eins og við gerðum í fyrri hálfleik" 

„Það eru svona lítil aulaleg mistök eða svona 'blunders' eins og tjallinn myndi segja það sem að gera það að verkum að þeir ná að skapa þessi tvö færi til að skora og það er mjög leiðinlegt og dýrkeypt að fá tvö mörk á sig þegar þeir skjóta bara tvisvar á markið" 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner
banner