Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 28. apríl 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Greiðslur frá UEFA og FIFA ekki nýjar - KSÍ gerir ráð fyrir þeim
Mynd: KSÍ
KSÍ hefur greint frá því að greiðslur sem eru að berast til sambandsins þessa dagana frá FIFA og UEFA séu ekki nýtt fjarmagn heldur fyrirframgreiðslur á peningum sem samböndin hafa gert gert ráð fyrir í sínum fjárhagsáætlunum fyrir næstu ár.

Bæði FIFA og UEFA tilkynntu nýverið um greiðslur til aðildarsambanda sinna, sem ætlað er að styðja við rekstur sambandanna á tímum Covid-19 faraldursins.

UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur gefið 236,5 milljónir evra til 55 aðildarsambanda sinn en KSÍ fær þá væntanlega um 4,3 milljónir evra eða um 686,4 milljónir íslenskra króna.

FIFA tilkynnti í síðustu viku að sambandið ætli að létta undir með aðildarsamböndum sínum vegna kórónaveirunnar með því að fyrirframgreiða greiðslur sem samböndin áttu að fá í ár. KSÍ fær þar 73 milljónir króna.

„Í hvorugu tilfelli er um að ræða nýtt fjármagn, heldur fyrirframgreiðslur á peningum sem samböndin hafa gert gert ráð fyrir í sínum fjárhagsáætlunumfyrir næstu ár og hafa þegar verið eyrnamerktir áætluðum rekstrarkostnaði og ýmsum verkefnum, m.a. kostnaði við landslið, mótahald, fræðslumál og annan rekstrarkostnað," segir á vef KSÍ.

Sjá einnig:
FIFA hjálpar þjóðum - Fyrirframgreiðir fé
UEFA greiðir aðildarsamböndum sínum 236,5 milljónir evra
Athugasemdir
banner
banner
banner