Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   sun 12. maí 2024 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Fjórði sigur Lazio í fimm leikjum - Sigur hjá Genoa
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þremur fyrstu leikjum dagsins er lokið í efstu deild ítalska boltans, þar sem Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa í sigri gegn fallbaráttuliði Sassuolo.

Sassuolo, sem þurfti sigur hér í dag, tók forystuna í fyrri hálfleik en átti slakan seinni hálfleik og endaði á að tapa 2-1.

Albert komst ekki á blað í sigrinum en Genoa siglir lygnan sjó um miðja deild, á meðan Sassuolo er þremur stigum frá öruggu sæti þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildartímabilinu.

Á sama tíma tapaði Verona heimaleik gegn Torino, en Verona er fjórum stigum frá fallsvæðinu og hefði getað bjargað sér endanlega frá falli með sigri. Torino getur blandað sér í baráttuna um sæti í Sambandsdeild Evrópu.

Verona tók forystuna í síðari hálfleik en Valentino Lazaro kom inn af bekknum og lagði upp tvö mörk fyrir Torino til að snúa stöðunni við og tryggja sér sigur. Pietro Pellegri gerði sigurmarkið á 83. mínútu.

Að lokum hafði Lazio betur gegn Empoli og var þetta fjórði sigur liðsins í síðustu fimm deildarleikjum. Lazio er í Evrópudeildarsæti sem stendur og getur reynt að stela sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð.

Genoa 2 - 1 Sassuolo
0-1 Andrea Pinamonti ('31 , víti)
1-1 Milan Badelj ('56 )
2-1 Marash Kumbulla ('63 , sjálfsmark)

Verona 1 - 2 Torino
1-0 Karol Swiderski ('67 )
1-1 Zannetos Savva ('77 )
1-2 Pietro Pellegri ('83 )

Lazio 2 - 0 Empoli
1-0 Patric Gabarron ('45 )
2-0 Matias Vecino ('89 )
Athugasemdir
banner
banner
banner