Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 12. maí 2024 19:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frábær frammistaða hjá Sveindísi
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Sveindís Jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir Wolfsburg í þýsku deildinni í kvöld.


Wolfsburg var bikarmeistari eftir sigur á Bayern á dögunum en Bayern hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Wolfsburg mun enda í öðru sæti en einni umferð er enn ólokið.

Sveindís kom Wolfsburg í tveggja marka forystu í kvöld undir lok leiksins og lagði upp þriðja markið stuttu síðar í 3-0 sigri.

Wolfsburg er með 50 stig í 2. sæti. Sveindís hefur skorað þrjú mörk og lagt upp þrjú en hún hefur verið mikið fjarverandi vegna meiðsla á þessari leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner