Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   sun 12. maí 2024 15:21
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Markalaust í fyrri leikjunum
Mynd: EPA
Fyrri undanúrslitaleikjum umspils Championship deildarinnar um síðasta lausa sætið í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka rétt í þessu.

Engum tókst að koma boltanum í netið í dag þar sem báðum leikjunum lauk með markalausu jafntefli.

Leeds United heimsótti Norwich City í bragðdaufri viðureign þar sem lítið var um færi en Wilfried Gnonto átti líklega að fá dæmda vítaspyrnu en ekki er notast við VAR tæknina.

Það var aðeins meira líf í West Bromwich þar sem heimamenn í WBA tóku á móti Southampton og fengu bæði lið færi til að skora, en boltinn rataði ekki í netið.

Norwich 0 - 0 Leeds

West Brom 0 - 0 Southampton
Athugasemdir
banner
banner
banner