Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 12. maí 2024 17:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Keane um Casemiro: Veit ekki hvað hann var að gera
Mynd: Getty Images

Casemiro hefur ekki átt sjö dagana sæla en hann hefur verið mikið gagnrýndur fyrir þátt sinn í sigurmarki Arsenal gegn United í dag.


Leandro Trossard skoraði eina mark leiksins eftir undirbúning Kai Havertz. Havertz fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Man Utd og virtist rangstæður í fyrstu en Casemiro var lengi að skila sér til baka og gerði hann réttstæðan.

„Casemiro verður að hlaupa til baka. Ég veit ekki hvað hann var að gera. Hann þarf ekki að vera á fullu gasi en farðu upp völlinn. Þessi leikur er nógu erfiður, þú verður að gera grunnatriðin rétt. Reynslumikill leikmaður kemst upp völlinn," sagði Roy Keane sérfræðingur hjá Sky Sports og fyrrum leikmaður Man Utd.

Gary Neville sem vinnur einnig hjá Sky Sports og er einnig fyrrum leikmaður Man Utd tjáði sig um atvikið.

„Casemiro hefur verið gagnrýndur undanfarnar vikur og hann verður það áfram. Um leið og Onana spilar boltanum út verður hann að koma sér upp völlinn. Hann verður að vera fljótari en þetta, hann er í vandræðum ef hann gerir það ekki," sagði Neville.


Athugasemdir
banner
banner