Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 12. maí 2024 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Glódís spilaði í stórsigri - Hlín skoraði og lagði upp
Mynd: Getty Images
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu í evrópska kvennaboltanum í dag, þar sem Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði FC Bayern í þægilegum sigri.

Pernille Harder var í byrjunarliði Bayern og skoraði hún þrennu á fyrstu 20 mínútum leiksins gegn Nürnberg. Lea Schüller innsiglaði 4-0 sigur með marki í síðari hálfleik, en Glódís Perla lék allan leikinn.

Bayern er þegar búið að tryggja sér Þýskalandsmeistaratitilinn í ár og er liðið með tíu stiga forystu á toppi deildarinnar. Bæjarar hafa ekki tapað leik á deildartímabilinu og aðeins gert þrjú jafntefli.

Í efstu deild sænska boltans var Hlín Eiríksdóttir á sínum stað í byrjunarliði Kristianstad. Hlín skoraði og lagði upp í 3-1 sigri gegn Trelleborg og var þetta þriðji sigur liðsins í röð.

Kristianstad er í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig eftir 6 umferðir, þremur stigum á eftir toppliðum Rosengard og Hammarby sem eiga leik til góða.

Þórdís Elva Ágústsdóttir kom þá inn af bekknum í 3-2 tapi Växjö gegn Brommapojkarna.

Vaxjö komst í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en Brommapojkarna sneri stöðunni við eftir leikhlé.

Þetta var annar tapleikur Vaxjö í röð og er liðið með níu stig eftir sex umferðir.

Bayern 4 - 0 Nurnberg
1-0 Pernille Harder ('5)
2-0 Pernille Harder ('13)
3-0 Pernille Harder ('19)
4-0 Lea Schuller ('79)

Kristianstad 3 - 1 Trelleborg
1-0 Tabby Tindell ('24)
2-0 Tabby Tindell ('29)
3-0 Hlín Eiríksdóttir ('53)
3-1 H. Persson ('73)

Brommapojkarna 3 - 2 Vaxjo
0-1 A. Jonasson ('7)
0-2 L. Russell ('36)
1-2 S. Olai ('50)
2-2 J. Olsson ('77)
3-2 K. Andrup ('93)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner