Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 12. maí 2024 14:20
Ívan Guðjón Baldursson
Albert merktur sem Kristbjörg gegn Sassuolo
Albert í leiknum.
Albert í leiknum.
Mynd: Getty Images
Mæðradagurinn er haldinn hátíðlegur í dag og hafa ýmis félög í efstu deild ítalska boltans ákveðið að heiðra mæður leikmanna með að breyta um nöfn aftan á treyjunum.

AC Milan, Torino og Verona eru þar á meðal ásamt Genoa, félaginu sem Albert Guðmundsson spilar fyrir.

Vanalega eru leikmenn með ættarnöfn feðra sinna aftan á treyjum sínum, en í dag eru leikmenn þessara félaga með ættarnöfn mæðra sinna aftan á treyjunum.

Albert er vanalega með eiginnafnið sitt, Albert, aftan á treyjunni sinni en í dag prýðir Kristbjörg, nafn móður hans, treyjubakið.

Albert og félagar eru að spila heimaleik við Sassuolo og er staðan 0-1 fyrir gestina í hálfleik, eftir mark úr vítaspyrnu.
Athugasemdir
banner
banner