Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 12. maí 2024 16:25
Ívan Guðjón Baldursson
Orri Steinn lagði upp er FCK hirti toppsætið - Willum meiddist
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem heimsótti Bröndby í titilbaráttu danska boltans í dag. Rúnar Alex Rúnarsson var á bekknum.

Heimamenn í Bröndby tóku forystuna í fyrri hálfleik en Orri Steinn lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Kevin Diks og var staðan jöfn í leikhlé. Mohamed Elyounoussi, fyrrum leikmaður Southampton, kom FCK yfir í upphafi síðari hálfleiks og innsiglaði Diks sigurinn dýrmæta seint í uppbótartíma.

Þetta er fjórði sigur FCK í röð og hrifsaði liðið toppsætið af Bröndby með þessum sigri. Nú eru aðeins þrjár umferðir eftir af titilbaráttunni, sem er afar spennandi í ár og inniheldur einnig Midtjylland og Nordsjælland.

Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn af bekknum í góðum 3-1 sigri Häcken gegn Kalmar í efstu deild sænska boltans. Hacken er komið með 16 stig eftir 8 umferðir, sem er sex stigum meira heldur en Norrköping.

Norrköping tapaði heimaleik gegn Hammarby í dag og situr eftir með 10 stig. Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn á meðan Ísak Andri Sigurgeirsson var ónotaður varamaður.

Í norska boltanum voru Brynjólfur Andersen Willumsson og Hilmir Rafn Mikaelsson í byrjunarliði Kristiansund sem tapaði 0-2 á heimavelli gegn Bodö/Glimt. Kristiansund er með 9 stig eftir 7 umferðir, á meðan Bodö/Glimt trónir á toppi deildarinnar eftir frábæra byrjun á sumrinu.

Davíð Ingvarsson kom þá inn af bekknum og átti góðan leik er Kolding lagði Fredericia á útivelli í næstefstu deild danska boltans. Sigurinn er þýðingarlítill þar sem Kolding á ekki möguleika á að komast upp í efstu deild.

Í efstu deild hollenska boltans var Kristian Nökkvi Hlynsson ekki í hóp hjá Ajax vegna meiðsla er liðið vann þægilegan sigur á heimavelli, þökk sé þrennu frá Steven Bergwijn.

FC Twente vann stórsigur gegn FC Volendam og horfði Alfons Sampsted á leikinn frá varamannabekknum, á meðan Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Go Ahead Eagles sem tók á móti AZ Alkmaar.

Þetta átti eftir að verða stuttur dagur fyrir Willum því hann fór meiddur af velli eftir aðeins 14 mínútna leik og töpuðu liðsfélagar hans leiknum 0-3.

Að lokum var Elías Rafn Ólafsson settur á bekkinn hjá Mafra í næstefstu deild portúgalska boltans. Hann hefur verið aðalmarkvörður Mafra á tímabilinu en fékk sex mörk á sig í síðustu tveimur leikjum liðsins, sem varð til þess að hann var færður niður á bekkinn.

Mafra tapaði 0-2 án Elíasar og siglir áfram lygnan sjó um miðja deild.

Brondby 1 - 3 FCK

Hacken 3 - 1 Kalmar

Norrkoping 1 - 2 Hammarby

Kristiansund 2 - 4 Bodo/Glimt

Fredericia 0 - 1 Kolding

Ajax 3 - 0 Almere City

Twente 7 - 2 Volendam

G.A. Eagles 0 - 3 AZ Alkmaar

Mafra 0 - 2 Santa Clara

Athugasemdir
banner
banner
banner