Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   sun 29. ágúst 2010 21:51
Björn Steinar Brynjólfsson
Umfjöllun: Breiðablik vann sterkan sigur gegn Grindavík
Kristinn Steindórsson skoraði 2 í kvöld
Kristinn Steindórsson skoraði 2 í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Orri Freyr og liðsfélagar Grindavíkur þurftu að líta lægri hlut í kvöld gegn Breiðablik
Orri Freyr og liðsfélagar Grindavíkur þurftu að líta lægri hlut í kvöld gegn Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rafn Yeoman kom sterkur af bekknum í kvöld og skoraði glæsilegt mark
Andri Rafn Yeoman kom sterkur af bekknum í kvöld og skoraði glæsilegt mark
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Grindavík 2 - 4 Breiðablik
Kristinn Steindórsson ' 45
Guðmundur Kristjánsson ' 50
Kristinn Steindórsson ' 76
Andri Rafn Yeoman ' 79
Gjorgi Manevski ' 87
Emil Daði Símonarson ' 92

Grindvíkingar tóku á móti Breiðablik í kvöld þar sem að heimamenn hafa ekki tapað leik 7 leiki í röð og þar sem þeir eru í fallbaráttuslag. Og Blikar eru í topp baráttunni.

Fyrsta færi leiksins kom strax á 1.mínútu þá átti Orri Freyr Hjaltalín sendingu inní teig og þar var Grétar Ólafur Hjartarson aleinn en einhvern veginn hitti hann boltann illa og skaut hátt yfir markið.

Það var nánast ekkert sem gerðist í fyrri hálfleik nema það kom mark á 45 mínútu og það voru gestirnir sem að skoruðu .

Fyrirgjöf kom inní teig og einn varnarmaður Grindavíkur skallaði boltann og boltinn datt beint fyrir lappirnar á Kristni Steindórsyni og kláraði hann vel og skoraði 0-1 stóðu leikar í hálfleik og gott veganesti fyrir Blikana að vera með forystu fyrir seinni hálfleikinn.

Blikarnir komu mun sterkari í seinni hálfleikinn og það kom annað mark í leikinn á 50mínútu. Alfreð Finnbogason var með boltann á hægri kantinum hann gaf boltann út á Guðmund Kristjánsson sem var ekkert að hika við þetta og nelgdi lágum bolta beint í markið og kom Óskar Pétursson engum vörnum við.

Stuttu síðar voru heimamenn í sókn kom fyrirgjöf inní teig og þar voru Óli Baldur Bjarnason og Hafþor Ægir Vilhjálmsson ætluðu báðir að taka boltan en Hafþór náði að skjóta boltanum og fór boltinn í stöngina og út boltinn var gefinn aftur inní og þar var Grétar Ólafur Hjartarson sem að hitti ekki boltann og Blikar náðu að hreinsa. Á þessum tímapunkti virtist eins og heimamenn áttu bara ekki að skora.

Kristinn Steindórsson skoraði svo sitt annað mark þegar Alfreð Finnbogason var með boltann á sínum vallarhelmingi og hann joggaði með boltann upp völlinn og fór framhjá 3 varnarmönnum Grindvíkinga og virtist enginn vilja taka boltann af honum. Hann gaf á Andra Rafn Yeoman sem var sloppinn í gegn Óskar Pétursson kemur út á móti honum og var Andri ekki með neina eigingirni og gaf boltann áKristinn Steindórsson sem skoraði í autt markið.

Andri Rafn Yeoman stimplaði sig inní leikinn aðeins þremur mínútum síðar þegar hann lék á einn vinstra meginn við markteiginn og hamraði boltanum sláin og inn glæsilegt mark hjá Andra Rafni sem að var nýkominn inná sem varamaður.

Guðmudur Pétursson var með skalla að marki Grindavíkur en Ólafur Örn Bjarnason bjargaði á línu.

Heimamenn náðu að minnka muninn þegar að Ray Jónsson gaf rúllandi bolta inní teig af hægri kantinum og þar var Gjorgi Manevski sem að skoraði í markið.

Stuttu síðar minnkuðu heimamenn aftur muninn og átti Ray Jónsson aftur fyrirgjöf sem að Emil Daði Símonarson skaut í fyrstu snertingu og skoraði í markið.

Rétt eftir þetta flautaði Valgeir Valgeirsson til leiksloka þar sem að Blikar halda fast á hæla eyjamanna sem eru í baráttu um titilinn.

Maður Leiksins : Kristinn Steindórsson
Dómari : Valgeir Valgeirsson

banner
banner
banner