Everton hefur fengið danska landsliðsmanninn Jesper Lindström á láni frá Napoli.
Lindström verður á láni hjá Everton út komandi tímabil og svo á enska félagið möguleika á því að kaupa hann.
Lindström verður á láni hjá Everton út komandi tímabil og svo á enska félagið möguleika á því að kaupa hann.
Everton borgar 2,5 milljónir evra til að fá hann á láni og svo á félagið möguleika á því að kaupa hann fyrir 22,5 milljónir evra næsta sumar.
Lindström, sem er sóknarsinnaður miðjumaður, er fjórði leikmaðurinn sem Everton fær í sumar. Hinir eru Tim Iroegbunam, Iliman Ndiaye og Jack Harrison.
Everton hafnaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir


