Antoine Griezmann, leikmaður Atletico Madrid og franska landsliðsins, er hugsanlega á leið í MLS-deildina.
Griezmann á eitt ár eftir af samningi sínum við Atletico Madrid en hann er orðinn 33 ára gamall.
Griezmann gekk aftur í raðir Atletico árið 2021 eftir að hafa valdið vonbrigðum hjá Barcelona. Hann hefur alls leikið 389 leiki fyrir Atletico og skorað í þeim 181 mark, en hann er goðsögn hjá félaginu.
En hann gæti yfirgefið spænsku höfuðborgina í sumar þar sem L'Equipe í Frakklandi segir frá því að Los Angeles FC í Bandaríkjunum sé að sýna honum áhuga.
Griezmann er með tæplega 10 milljón evra riftunarverð í samningi sínum og LAFC gæti nýtt sér það, eða þá samið við hann á frjálsri sölu næsta sumar.
Griezmann hefur áður talað um það að hann sé spenntur fyrir því að spila í Bandaríkjunum.
Athugasemdir

