Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   fös 26. júlí 2024 11:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki spilað í efstu deild í 21 mánuð en gæti spilað á sunnudag
Beitir eftir leik með KR sumarið 2022.
Beitir eftir leik með KR sumarið 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Stefánsson og Sandor Matus, markmannsþjálfari HK.
Stefán Stefánsson og Sandor Matus, markmannsþjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Beitir Ólafsson hefur æft með HK-ingum í vikunni eftir að Arnar Freyr Ólafsson, aðalmarkvörður HK, sleit hásin gegn Vestra síðasta laugardag.

Beitir er reynslubolti sem hefur leikið 121 leik í efstu deild á sínum ferli. Sá 121. kom hins vegar í lok október 2022, fyrir 21 mánuði síðan.

Beitir var aðeins til taks hjá KR í fyrra og lék einn leik með Gróttu í Lengjudeildinni sem neyðarlánsmaður.

Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, sagði við Fótbolta.net í dag að Beitir hefði komið sér á óvart á æfingum í vikunni og það væri alveg möguleiki á því að Beitir myndi spila gegn Víkingi á sunnudag.

Valið hjá Ómari stendur á milli reynsluboltans Beitis eða hins efnilega Stefáns Stefánssonar sem hefur verið varamarkvörður fyrir Arnar á tímabilinu.

Beitir fékk félagaskipti yfir í HK frá KR á lokadegi félagaskiptagluggans í vor. Hans fyrsta æfing með liðinu var í byrjun þessarar viku.

HK er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Liðið er í 10. sæti sem stendur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir