Kári er óstöðvandi í 3. deildinni en liðið hefur aðeins gert eitt jafntefli og unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum.
Liðið lagði Vængi Júpíters í kvöld en Hektor Bergmann Garðarsson skoraði tvö mörk í öruggum sigri.
Árbær er fjórum stigum á eftir toppliði Kára en Árbær lagði Hvíta Riddarann í hörku leik. Hvíti Riddarinn náði forystu snemma leiks og liðin skiptust á að skora en það var Jordan Chase Tyler sem átti síðasata orðið fyrir Árbæ.
Júlíus Óli Stefánsson var hetja Augnabliks þegar hann skoraði bæði mörkin í sigri á KFK. Þá vann Víðir gegn Elliða.
Vængir Júpiters 0 - 4 Kári
0-1 Sigurjón Logi Bergþórsson ('14 )
0-2 Hektor Bergmann Garðarsson ('48 )
0-3 Aðalgeir Friðriksson ('55 , Sjálfsmark)
0-4 Hektor Bergmann Garðarsson ('66 )
KFK 0 - 2 Augnablik
0-1 Júlíus Óli Stefánsson ('3 )
0-2 Júlíus Óli Stefánsson ('67 )
Elliði 1-2 Víðir
Markaskorarar Víðis: Bessi Jóhannsson og Markús Máni Jónsson
Markaskorara Elliða vantar
Hvíti riddarinn 2 - 3 Árbær
1-0 Sigurður Brouwer Flemmingsson ('4 )
1-1 Daníel Gylfason ('15 , Mark úr víti)
1-2 Djordje Panic ('34 )
2-2 Sindri Sigurjónsson ('46 )
2-3 Jordan Chase Tyler ('70 )
Rautt spjald: Eyþór Ólafsson , Árbær ('91)

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |