Chelsea virðist vera að ganga frá kaupum á danska markverðinum Filip Jörgensen.
Fabrizio Romano segir að viðræður Chelsea við Villarreal um markvörðinn séu á lokastigum. Chelsea bauð fyrst 20 milljónir evra en hefur núna bætt tilboðið sitt aðeins.
Fabrizio Romano segir að viðræður Chelsea við Villarreal um markvörðinn séu á lokastigum. Chelsea bauð fyrst 20 milljónir evra en hefur núna bætt tilboðið sitt aðeins.
Jörgensen hefur nú þegar gert persónulegt samkomulag við Chelsea.
Jörgensen er 22 ára gamall og var aðalmarkvörður Villarreal á síðustu leiktíð en hjá Chelsea má hann búast við samkeppni frá Djordje Petrovic og Robert Sánchez um byrjunarliðsstöðuna.
Gabriel Slonina og Kepa Arrizabalaga eru einnig í leikmannahópi Chelsea sem stendur.
Athugasemdir



