Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   fös 26. júlí 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd að stela aðalþjálfaranum af Lilleström
Manchester United er í viðræðum við Andreas Georgson, aðalþjálfara Lilleström í Noregi, um að hann komi inn í þjálfarateymi enska stórliðsins.

Nettavisen í Noregi greinir frá þessu og segir samkomulag nánast í höfn.

Lilleström vildi ekki tjá sig um málið þegar leitast var eftir því.

Georgson var áður í þjálfarateymi Brentford, Arsenal og Southampton þar sem hans aðalfókus var að vinna með föstu leikatriðin. Talið er að hann fái svipað hlutverk hjá Man Utd.

Jason Wilcox, sem réði Georgson til starfa hjá Southampton, vinnur í dag á bak við tjöldin hjá Man Utd.

Georgson hefur starfað sem aðalþjálfari hjá Lilleström frá því í janúar á þessu ári.
Athugasemdir
banner