Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 25. júlí 2024 22:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti einu heitasta liði deildarinnar um þessar mundir, Þrótti Reykjavík á Rafholtsvellinum í kvöld þegar 14.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Njarðvíkingar sem komust aftur á sigurbraut í síðustu umferð vonuðust til þess að halda sér á sigurbraut í kvöld en urðu að láta jafnteflið nægja.


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 Þróttur R.

„Þetta er eiginlega bara rán finnst mér. Mér finnst við stýra þessum leik gjörsamlega. Færin sem við fáum hérna og við vorum lengi að ná inn fyrsta markinu og vissum að það yrði þolinmæðisverk." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld.

„Við vissum að Þróttararnir yrðu þéttir. Þeir eru með fimm aftast og fjóra þar fyrir framan þannig þeir leggja mikið upp úr varnarleik og svo koma þessu löngu boltar bara þegar þeir vinna boltana og viðssum það og vissum að þetta yrði þolinmæðisverk til þess að brjóta þá á bak aftur og ná þessu marki  og ég hefði viljað ná inn þessu öðru marki til þess að klára þennan leik og ekki lenda í því að það gerist eitthvað svona atriði eins og þeir fá vítið þarna og við endum á að fá bara eitt stig." 

Njarðvíkingar voru allt annað en sáttir undir restina og má vel færa rök fyrir þeirra pirringi en leikurinn leystist upp í smá vitleysu undir restina. 

„Þetta leysist upp í einhverja vitleysu. Því miður þá höfðu bara dómararnir ekki völd á þessum leik og það sást alveg í lokin. Ég held að það voru allir og mamma þeirra farnir að öskra hérna og ósáttir með dómgæsluna og þegar þetta er þannig þá er eitthvað að." 

Gunnar Heiðar fékk sjálfur rautt spjald í uppbótartíma og verður því í leikbanni þegar Njarðvíkingar mæta ÍBV í þjóðhátíðarleiknum um næstu helgi. 

„Mér er alveg sama hvort þetta sé þjóðhátíðarleikur eða hvað. Ég get alveg sagt þér það að núna er ég 42 ára og búin að vera í þessari íþrótt alla mína ævi og þetta er fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir neðan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner