De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fim 25. júlí 2024 22:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti einu heitasta liði deildarinnar um þessar mundir, Þrótti Reykjavík á Rafholtsvellinum í kvöld þegar 14.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Njarðvíkingar sem komust aftur á sigurbraut í síðustu umferð vonuðust til þess að halda sér á sigurbraut í kvöld en urðu að láta jafnteflið nægja.


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 Þróttur R.

„Þetta er eiginlega bara rán finnst mér. Mér finnst við stýra þessum leik gjörsamlega. Færin sem við fáum hérna og við vorum lengi að ná inn fyrsta markinu og vissum að það yrði þolinmæðisverk." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld.

„Við vissum að Þróttararnir yrðu þéttir. Þeir eru með fimm aftast og fjóra þar fyrir framan þannig þeir leggja mikið upp úr varnarleik og svo koma þessu löngu boltar bara þegar þeir vinna boltana og viðssum það og vissum að þetta yrði þolinmæðisverk til þess að brjóta þá á bak aftur og ná þessu marki  og ég hefði viljað ná inn þessu öðru marki til þess að klára þennan leik og ekki lenda í því að það gerist eitthvað svona atriði eins og þeir fá vítið þarna og við endum á að fá bara eitt stig." 

Njarðvíkingar voru allt annað en sáttir undir restina og má vel færa rök fyrir þeirra pirringi en leikurinn leystist upp í smá vitleysu undir restina. 

„Þetta leysist upp í einhverja vitleysu. Því miður þá höfðu bara dómararnir ekki völd á þessum leik og það sást alveg í lokin. Ég held að það voru allir og mamma þeirra farnir að öskra hérna og ósáttir með dómgæsluna og þegar þetta er þannig þá er eitthvað að." 

Gunnar Heiðar fékk sjálfur rautt spjald í uppbótartíma og verður því í leikbanni þegar Njarðvíkingar mæta ÍBV í þjóðhátíðarleiknum um næstu helgi. 

„Mér er alveg sama hvort þetta sé þjóðhátíðarleikur eða hvað. Ég get alveg sagt þér það að núna er ég 42 ára og búin að vera í þessari íþrótt alla mína ævi og þetta er fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir neðan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner