Tuchel og Terzic orðaðir við Man Utd - Sudakov til Lundúna? - Framherji Arsenal til Gladbach
Erfitt að spila eftir fráfall vinar síns - „Virkilega erfitt að skilja þetta"
Stefán Teitur: Man ekki eftir svona stjórnun hér í langan tíma
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Hákon Rafn: Logi maður! Hann tapar ekki á þessum velli
Gylfi Sig: Æfðum á frábæru grasi hjá FH
Valgeir: Hægri kantmaðurinn í Tottenham og þeir kunna öll brögð
Jóhann Berg: Með því betra sem við höfum séð á Laugardalsvelli í mörg ár
Arnór Ingvi: Það voru vel valin orð
Orri Steinn: Búinn að vera kenna honum aðeins upp á herbergi
Jón Dagur: Orðinn pirraður á þeim
Ólafur Ingi: Allir landsleikir mikilvægir
Logi Hrafn: Við vissum að þetta væri erfiður leikur
Andri Fannar: Hefur verið heiður að vera fyrirliði þessa liðs
Logi alltaf á milljón: Gerir mjög mikið fyrir minn haus
Alls ekki blendnar tilfinningar - „Held mjög mikið með Stebba"
Sverrir gerði ekki alla ánægða með skiptunum - „Það var lífsreynsla"
Útilokar ekki heimkomu - „Markmiðið mitt að komast á hærri stað"
Sér ekki fyrir sér núna að spila fyrir annað félag á Íslandi - Stefnir út
Ólafur Ingi: Ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum
Orri Steinn um lífið á Spáni: Kærastan passar upp á mig
   fim 25. júlí 2024 22:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti einu heitasta liði deildarinnar um þessar mundir, Þrótti Reykjavík á Rafholtsvellinum í kvöld þegar 14.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Njarðvíkingar sem komust aftur á sigurbraut í síðustu umferð vonuðust til þess að halda sér á sigurbraut í kvöld en urðu að láta jafnteflið nægja.


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 Þróttur R.

„Þetta er eiginlega bara rán finnst mér. Mér finnst við stýra þessum leik gjörsamlega. Færin sem við fáum hérna og við vorum lengi að ná inn fyrsta markinu og vissum að það yrði þolinmæðisverk." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld.

„Við vissum að Þróttararnir yrðu þéttir. Þeir eru með fimm aftast og fjóra þar fyrir framan þannig þeir leggja mikið upp úr varnarleik og svo koma þessu löngu boltar bara þegar þeir vinna boltana og viðssum það og vissum að þetta yrði þolinmæðisverk til þess að brjóta þá á bak aftur og ná þessu marki  og ég hefði viljað ná inn þessu öðru marki til þess að klára þennan leik og ekki lenda í því að það gerist eitthvað svona atriði eins og þeir fá vítið þarna og við endum á að fá bara eitt stig." 

Njarðvíkingar voru allt annað en sáttir undir restina og má vel færa rök fyrir þeirra pirringi en leikurinn leystist upp í smá vitleysu undir restina. 

„Þetta leysist upp í einhverja vitleysu. Því miður þá höfðu bara dómararnir ekki völd á þessum leik og það sást alveg í lokin. Ég held að það voru allir og mamma þeirra farnir að öskra hérna og ósáttir með dómgæsluna og þegar þetta er þannig þá er eitthvað að." 

Gunnar Heiðar fékk sjálfur rautt spjald í uppbótartíma og verður því í leikbanni þegar Njarðvíkingar mæta ÍBV í þjóðhátíðarleiknum um næstu helgi. 

„Mér er alveg sama hvort þetta sé þjóðhátíðarleikur eða hvað. Ég get alveg sagt þér það að núna er ég 42 ára og búin að vera í þessari íþrótt alla mína ævi og þetta er fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir neðan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner