Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fim 25. júlí 2024 21:47
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Jafnt í Úlfarsárdal
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fram 1 - 1 ÍA
0-1 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('6 )
1-1 Sylvía Birgisdóttir ('75 )

Fram og ÍA áttust við í eina leik kvöldsins í Lengjudeild kvenna og mættust liðin á heimavelli Fram í Úlfarsárdalnum.

Erla Karitas Jóhannesdóttir tók forystuna snemma leiks fyrir Skagastúlkur og hélt ÍA forystunni allt þar til seint í leiknum.

Það var ekki fyrr en á 75. mínútu sem Fram tókst að jafna og þar var Sylvía Birgisdóttir á ferðinni.

Lokatölur urðu 1-1 og eru liðin jöfn á stigum í 5.-7. sæti Lengjudeildarinnar, með 16 stig eftir 12 umferðir.
Athugasemdir
banner