Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fim 25. júlí 2024 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
PSG mun borga yfir 70 milljónir fyrir Joao Neves
Franska stórveldið Paris Saint-Germain er að nálgast samkomulag við Benfica um kaup á miðjumanninum unga Joao Neves.

Neves þykir einn af allra efnilegustu miðjumönnum Evrópu og er byrjaður að spila fyrir ógnarsterkt landslið Portúgala, auk þess að vera lykilmaður í sterku liði Benfica.

Neves er aðeins 19 ára gamall og leikur sem varnarsinnaður miðjumaður.

PSG mun þurfa að borga um 70 milljónir evra fyrir Neves og senda leikmann eða leikmenn yfir í skiptum. Renato Sánches er líklegur til að fara til Benfica í skiptum, ásamt fleirum.
Athugasemdir
banner