Ég held að þetta séu sanngjörn úrslit miðað við hvernig leikurinn spilaðist, bæði lið fá fína sénsa til að skora en auðvitað erum við svekktir að fara ekki með sigur út sagði Kristinn Freyr Sigurðsson sem var fyrirliði Valsmanna í leiknum á móti St. Mirren í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld en leikurinn endaði með 0 - 0 jafntefli.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 0 St. Mirren
Helduru að það verði erfiðara að spila við þá úti en hérna heima?
Ég bara veit það ekki. Auðvitað eru þeir með stærri völl og fleiri áhorfendur sem öskra þá eitthvað áfram. Það verður bara skemmtilegt challenge fyrir okkur að takast á við það en við erum bara kokhraustir og teljum okkur geta unnið þetta lið.
Þeir eru hættulegir með þessa tvo strikera þarna frammi, sterka og fljóta og það er erfitt að eiga við þá en sem betur fer héldum við hreinu í dag sem er bara jákvætt og svo eigum við inni í næsta leik að skora mark.
Nánar er rætt við Kristinn í sjónvarpinu hér að ofan.






















