Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
   fim 25. júlí 2024 22:45
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar
Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Auðvitað gott að vinna, svekkjandi að það hafi ekki verið stærra. mér fannst við gera nóg til þess og já, nokkur atvik sem ég er ósáttur með og hefði viljað fara með stærri forystu út“ sagði Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, eftir 2-1 sigur gegn Paide í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Paide

Stjarnan fór með 1-0 forystu inn í hálfleikinn en Paide jöfnuðu leikinn á 55. mínútu úr vítaspyrnu. Aðspurður hvernig honum hafi liðið á þeim tímapunkti segir hann:

„Mér leið þokkalega vel. Mér leið eins og við værum á degi þar sem við værum alltaf að fara að klára þetta. Svona kemur fyrir en við hefðum átt að skora fleiri mörk og taka með okkur stærri forystu það er stóra málið í þessu en við vinnum leikinn það er jákvætt, við viljum bara meira.“

Í vikunni talaði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, um að hann teldi liðið renna nokkuð blint í sjóinn varðandi gæði andstæðinganna en hvernig upplifði Gummi þá í leiknum?

„Mér fannst þeir byrja ágætlega svo fannst mér við ná tökum á leiknum. Svo fannst mér þeir fara að falla aftar og mér fannst við taka öll völd. Eins og ég segi, við skorum mark sem er dæmt af sem ég þarf eiginlega að fá að sjá aftur af því mér fannst það mjög skrýtið og fannst við eiga að fá víti líka og svona en varðandi styrkleikann þá er þetta klárlega lið sem að við getum unnið.“ 

Viðtalið við Gumma má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 


Athugasemdir
banner