Elvis Bwomono, fyrrum leikmaður ÍBV, var í byrjunarliði St. Mirren sem heimsótti Val í dag og gerði markalaust jafntefli í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Elvis gaf kost á sér í viðtal eftir leikinn en hann er frá Úganda og leikur sem varnarmaður þar sem hann getur leikið í öllum stöðum í varnarlínunni.
„Þetta var mjög góður og áhugaverður leikur en við vissum nákvæmlega hvað við vorum að fara út í. Við vissum að við værum að spila við sterka andstæðinga sem búa yfir miklum gæðum í sínum leikmannahópi," sagði Elvis að leikslokum.
„Við erum mjög sáttir með frammistöðuna og úrslitin sem við fengum úr þessum leik. 0-0 eru frábær úrslit fyrir okkur.
„Ég býst við erfiðum leik í Skotlandi."
Athugasemdir























