Kanadíska Ólympíunefndin hefur vikið Bev Priestman úr þjálfarasæti kanadíska kvennalandsliðsins vegna drónanjósna í aðdraganda fyrsta leik liðsins á Ólympíuleikunum.
Einn af aðstoðarþjálfurunum, Andy Spence, hefur fengið stöðuhækkun og mun stýra liðinu út leikana.
Einn af aðstoðarþjálfurunum, Andy Spence, hefur fengið stöðuhækkun og mun stýra liðinu út leikana.
Þjálfarateymi Kanada notaði dróna til að njósna um æfingu Nýja-Sjálands. Priestman steig til hliðar og stýrði Kanada ekki í leiknum sjálfum, sem Kanada vann 2-1.
Rannsókn hefur leitt í ljós að Priestman á meiri þátt í þessum drónanjósnum en hún hélt fram og ákveðið hefur verið að láta hana taka pokann sinn.
Aðstoðarþjálfari hennar Jasmine Mender og leikgreinandinn Joseph Lombardi höfðu þegar verið send heim af leikunum. Lombardi hefur fengið átta mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að fljúga dróna yfir þéttbýli án leyfis.
Athugasemdir




