Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 25. júlí 2024 23:13
Halldór Gauti Tryggvason
Magnús Már: Það hellirignir
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Pirrandi. Við gefum tvö ódýr mörk í fyrri hálfleik sem við eigum ekki að gera. Í síðari hálfleik finnst mér við hafa átt að skora fleiri mörk,“ sagði Magnús Már, þjálfari Aftureldingar eftir tap gegn Keflavík í kvöld.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  3 Keflavík

 „Þetta er svolítið Groundhog day. Við erum, því miður, að lenda undir á heimavelli og elta leikina, fá færi til að skora heldur betur og þetta er skrýtið að því að mér finnst, eins og í þessum leik, mér finnst við fá heilt yfir fleiri færi en þeir og þetta er bara pirrandi að úrslitin séu svona miðað við gang leiksins.“

Tek ekkert af Keflavík þeir gerðu vel og bjuggu sér til þessa þægilegu forystu í fyrri hálfleik en ég er mjög ánægður með effortið hjá strákunum í seinni hálfleik. Ánægður með trúna og við héldum áfram allan tíman.“

Afturelding ógnaði mikið í seinni hálfleik en boltinn fór ekki inn fyrr en á 83. mínútu. „Auðvitað hefðum við viljað komið boltanum inn fyrr og þá kæmi meiri pressa á þá og fengum klárlega færin á undan því.”

„Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur og vonbrigðin liggja þar og vonbrigðin liggja í þessum mörkum sem við fáum á okkur, að gefa þeim þetta forskot. Eitt mark hefði strax verið allt öðruvísi leikur hefði verið 1-0 í hálfleik en ekki 2-0.

„Það hellirignir hjá okkur núna og við þurfum bara að hafa trú áfram. Það er nóg eftir af seasoninu og við þurfum einhvern vegin að bara gíra okkur fyrir næsta leik á Þriðjudaginn.”

„Eigum klárlega að geta fengið eitthvað út úr þessu í dag en það gekk ekki.”

Jökull Andrésson er gengin til liðs við Aftureldingu. Má búast við fleiri nýjum andlitum í Mosfellsbænum? „Frábært að fá Jökul og ekki eins og er. Glugginn er langur, það eru ennþá tvær, þrjár,vikur í að hann loki þannig að við sjáum bara til hvað gerist.”

Afturelding á leik gegn Grindavík í næstu viku. „Allir leikir í þessari deild eru hörkuleikir og það verður hörkuleikur eins og leikurinn í dag þannig að við þurfum bara að jafna okkur upp og að vera klárir.”

Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner