
„Pirrandi. Við gefum tvö ódýr mörk í fyrri hálfleik sem við eigum ekki að gera. Í síðari hálfleik finnst mér við hafa átt að skora fleiri mörk,“ sagði Magnús Már, þjálfari Aftureldingar eftir tap gegn Keflavík í kvöld.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 3 Keflavík
„Þetta er svolítið Groundhog day. Við erum, því miður, að lenda undir á heimavelli og elta leikina, fá færi til að skora heldur betur og þetta er skrýtið að því að mér finnst, eins og í þessum leik, mér finnst við fá heilt yfir fleiri færi en þeir og þetta er bara pirrandi að úrslitin séu svona miðað við gang leiksins.“
„Tek ekkert af Keflavík þeir gerðu vel og bjuggu sér til þessa þægilegu forystu í fyrri hálfleik en ég er mjög ánægður með effortið hjá strákunum í seinni hálfleik. Ánægður með trúna og við héldum áfram allan tíman.“
Afturelding ógnaði mikið í seinni hálfleik en boltinn fór ekki inn fyrr en á 83. mínútu. „Auðvitað hefðum við viljað komið boltanum inn fyrr og þá kæmi meiri pressa á þá og fengum klárlega færin á undan því.”
„Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur og vonbrigðin liggja þar og vonbrigðin liggja í þessum mörkum sem við fáum á okkur, að gefa þeim þetta forskot. Eitt mark hefði strax verið allt öðruvísi leikur hefði verið 1-0 í hálfleik en ekki 2-0.”
„Það hellirignir hjá okkur núna og við þurfum bara að hafa trú áfram. Það er nóg eftir af seasoninu og við þurfum einhvern vegin að bara gíra okkur fyrir næsta leik á Þriðjudaginn.”
„Eigum klárlega að geta fengið eitthvað út úr þessu í dag en það gekk ekki.”
Jökull Andrésson er gengin til liðs við Aftureldingu. Má búast við fleiri nýjum andlitum í Mosfellsbænum? „Frábært að fá Jökul og ekki eins og er. Glugginn er langur, það eru ennþá tvær, þrjár,vikur í að hann loki þannig að við sjáum bara til hvað gerist.”
Afturelding á leik gegn Grindavík í næstu viku. „Allir leikir í þessari deild eru hörkuleikir og það verður hörkuleikur eins og leikurinn í dag þannig að við þurfum bara að jafna okkur upp og að vera klárir.”
Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.