Daily Mail segir að varnarmaðurinn Jarrad Branthwaite hjá Everton hafi ekki í hyggju að skrifa undir nýjan samning við félagið. Ekki nema félagið geti borgað í námunda við 160 þúsund pund á viku sem honum hefði boðist hjá Manchester United.
Everton hefur sett 70 milljóna punda verðmiða á miðvörðinn og hafnaði tveimur tilboðum frá United. Það seinna var upp á 50 milljónir punda.
Everton hefur sett 70 milljóna punda verðmiða á miðvörðinn og hafnaði tveimur tilboðum frá United. Það seinna var upp á 50 milljónir punda.
Branthwaite er 22 ára og á enn þrjú ár eftir af núgildandi samningi sínum, sem er sagður færa honum 70 þúsund pund á viku. Everton vill sýna honum í hve miklum metum hann sé og gera við hann nýjan samning.
Branthwaite ku þó ekki hafa áhuga á nýjum samningi nema Everton geti komist nálægt því sem United býður.
Sem stendur er United ekki að vinna meira í því að fá Branthwaite. Félagið hefur keypt Leny Yoro en vill fá annan miðvörð og ekki ósennilegt að nýtt tilboð verði gert í enska varnarmanninn.
Athugasemdir


