Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 25. júlí 2024 22:24
Sævar Þór Sveinsson
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR.
Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, var hæstánægður með það að hafa unnið Breiðholtsslaginn í kvöld þegar ÍR vann Leikni 1-0. Liðin mættust í 14. umferð Lengjudeild karla á ÍR-vellinum.


Lestu um leikinn: ÍR 1 -  0 Leiknir R.

Mér líður bara vel. Þetta var góður sigur og gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn og hefna fyrir fyrri leikinn. En fyrst og fremst ánægður með það að hafa unnið.“

Undir lok leiksins var mikil spenna og voru færi á báða bóga. Árni hvort hann var orðinn smeykur við jöfnunarmark á þeim tímapunkti.

Nei mér fannst við alveg vera svona nokkurn veginn með þá. Þeir voru farnir að dæla boltum í lokin og það getur allt gerst en maður hafði ekki miklar áhyggjar framan af því. Svo er þessi íþrótt óútreiknanleg og gott að við sigldum þessu yfir línuna.

Mér fannst við mjög góðir í fyrri hálfleik, áttum að vera fleiri mörkum yfir og fengum síðan þrjú fjögur mjög góð færi í seinni hálfleik til þess að klára leikinn áður en þeir settu aðeins á okkur.“

Þegar Breiðholtsslagur er á dagskrá þarf ekki að gera mikið til þess að gíra menn upp fyrir leikinn, að sögn Árna.

Nei sérstaklega ekki fyrir ÍR strákana sem eru hérna og hafa verið hérna lengi. Maður þekkir þetta sjálfur, ég spilaði hérna í nokkur ár. Þannig þetta er alltaf dálítið sérstakt en það voru allir klárir og þessir ÍR-ingar drógu svolítið vagninn í því og það hjálpaði mikið í.“ 

ÍR hefur verið á miklu flugi að undanförnu og hafa sigrað fimm leiki af síðustu sjö.

Já það er mjög gott. Við erum í þessu til þess að vinna. Við erum ánægðir með það að ná í þessa sigra og við þurfum bara að halda áfram. Það er ekkert komið, markmiðið okkar er að vera í þessari deild á næsta ári og það er ekkert í hendi þannig við þurfum bara að halda áfram.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner