
Þróttarar heimsóttu Njarðvíkinga á Rafholtsvöllinn í kvöld þegar 14.umferð Lengjudeildarinanr hóf göngu sína.
Þróttur hefur verið eitt heitasta lið deildarinnar í síðustu umferðum og vonuðust til þess að vinna sinn fimmta leik í röð en urðu að láta jafnteflið duga.
Lestu um leikinn: Njarðvík 1 - 1 Þróttur R.
„Blendnar tilfinningar. Langaði að vinna en látum eitt stig duga." Sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara eftir leikinn í kvöld.
„Njarðvíkingar voru bara eins og ég átti von á, mjög sterkir og hættulegir. Mér fannst okkur takast mjög vel að loka á þeirra ógnanir og þeirra hættulegustu menn þangað til einusinni þegar Kaj Leo fær hann og tíar hann upp á vinstri fótinn þá náðu þeir að refsa okkur."
„Að öðru leyti voru Þróttarar mjög skynsamir varnarlega og náðum að búa til slatta af sénsum og færum til að skora mörk en ég er ánægðastur með kannski síðasta korterið. Náðum að jafna og svo finnst mér við vera að ná í sigurmark alveg hérna í lokin."
Þróttur hefur verið eitt heitasta lið deildarinnar í síðustu umferðum.
„Það er bara sama gamla klisjan að þessi deild er eins og hún er og ég held mig bara við það að liðin eru mjög jöfn. Ég held að það sé hræðilegt að tippa á þessa deild sem er fínt því er ekki átak gegn veðmálum og kannski sleppa þessu bara."
„Stundum fellur þetta bara með okkur og menn hafa talað um að svona 'run' og menn tala um að þú æðir upp töfluna um svona fimm, sex sæti en þá þarftu líka að búa til svona 'run' og það hefst bæði bara með spilamennsku sem slípast aðeins betur og með sigrinum kemur líka bara meiri stemning og það er svona vindur í seglin."
Nánar er rætt við Sigurvin Ólafsson í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |