Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   fim 25. júlí 2024 22:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Lengjudeildin
SIgurvin Ólafsson þjálfari Þróttar
SIgurvin Ólafsson þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttarar heimsóttu Njarðvíkinga á Rafholtsvöllinn í kvöld þegar 14.umferð Lengjudeildarinanr hóf göngu sína. 

Þróttur hefur verið eitt heitasta lið deildarinnar í síðustu umferðum og vonuðust til þess að vinna sinn fimmta leik í röð en urðu að láta jafnteflið duga.


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 Þróttur R.

„Blendnar tilfinningar. Langaði að vinna en látum eitt stig duga." Sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara eftir leikinn í kvöld.

„Njarðvíkingar voru bara eins og ég átti von á, mjög sterkir og hættulegir. Mér fannst okkur takast mjög vel að loka á þeirra ógnanir og þeirra hættulegustu menn þangað til einusinni þegar Kaj Leo fær hann og tíar hann upp á vinstri fótinn þá náðu þeir að refsa okkur." 

„Að öðru leyti voru Þróttarar mjög skynsamir varnarlega og náðum að búa til slatta af sénsum og færum til að skora mörk en ég er ánægðastur með kannski síðasta korterið. Náðum að jafna og svo finnst mér við vera að ná í sigurmark alveg hérna í lokin." 

Þróttur hefur verið eitt heitasta lið deildarinnar í síðustu umferðum.

„Það er bara sama gamla klisjan að þessi deild er eins og hún er og ég held mig bara við það að liðin eru mjög jöfn. Ég held að það sé hræðilegt að tippa á þessa deild sem er fínt því er ekki átak gegn veðmálum og kannski sleppa þessu bara." 

„Stundum fellur þetta bara með okkur og menn hafa talað um að svona 'run' og menn tala um að þú æðir upp töfluna um svona fimm, sex sæti en þá þarftu líka að búa til svona 'run' og það hefst bæði bara með spilamennsku sem slípast aðeins betur og með sigrinum kemur líka bara meiri stemning og það er svona vindur í seglin." 

Nánar er rætt við Sigurvin Ólafsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner