Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   fös 26. júlí 2024 22:50
Sölvi Haraldsson
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Lengjudeildin
Úlfur Arnar, þjálfari Fjölnis.
Úlfur Arnar, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undirritaður og Úlfur fyrr í sumar.
Undirritaður og Úlfur fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fjórir komma eitthvað myndi ég skjóta á.“ svarði Úlfur Arnar Jökulsson, þjáflari Fjölnis, þegar hann var spurður út í hvað hann héldi að XG-ið var hjá hans mönnum í dag sem gerðu 1-1 jafntefli við Dalvík Reyni.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Dalvík/Reynir

Úlfur var ánægður með frammistöðuna og segir að það hafi ekki vantað færin hjá Fjölnisliðinu.

Það vantaði ekki upp á viljann og færin. Við lágum á þeim allan leikinn. Þeir eru bara mjög vel skipulagði og það er erfitt að spila við liðin sem Dragan þjálfar, hann kann að skipuleggja góðan varnarleik. Maður vissi alltaf að markið myndi koma. Það var rosalegt högg að fá markið á sig í lokin en sem betur fer náðum við að jafna leikinn og fá jafntefli út úr þessu. Sumir leikir eru bara svona. Ég er Arsenal maður og þetta minnti mig á þegar Wenger var að þjálfa liðið. Boltinn bara vildi ekki inn, en við náðum að jafna og það er betra en ekkert.

Fjölnismenn sköpuðu sér helling af færum í dag en náðu bara að nýta eitt í stöðunni 1-0 fyrir Dalvík.

Ég sagði það við aðstoðarþjálfarann minn eftir svona 75 mínútur„Er þetta að fara að vera one of those days?“ Maður er búinn að vera það lengi í þessu að maður hefur tilfinningu fyrir því sem er að fara að gerast og boltinn vildi bara ekki fara inn. Þvílík dauðafæri sem við fáum í leiknum en stundum er þetta bara svona.

Úlfur vildi fá lengri uppbótartíma þar sem þeir töfðu endalaust að hans sögn í uppbótartímanum sjálfum.

Hann sagði fjórar mínútur í uppbót, svo lá hann í mínútu þegar sjúkraþjálfarinn kemur inn á og svo er skipting þar sem þeir labba bara hægt útaf. Þetta er svo skrítið. Við höfum fengið nokkur spjöld í sumar þar sem við erum að taka innkast eða aukaspyrnu eða markspyrnu. Það eru kannski 10 sekúndur liðnar og það er flautað. Það sem þeir fengu að tefja í leiknum án þess að það væri spjaldað.

Ég hugsaði að ef við hefðum náð að skora gætum við tafið í 30 til 40 sekúndur í hvert einasta dead ball atviki og enginn hefði getað sagt neitt við því. En það var svolítið pirrandi að það hafi ekki verið lengri uppbótartími því mér fannst þeir búnir að tefja nóg á þessum fjórum mínútum.

Næsti leikur Fjölnis er á útivelli gegn Þrótti Reykjavík.

Ég hlakka alltaf til næsta leiks. Sérstaklega þegar maður vinnur ekki leik. Mér hefur samt fundist þetta vera galið að í júlí er maður að bíða 7, 8, 9 daga eftir næsta leik. Sem betur fer er styttra í þá núna en það líður alltof langt á milli leikja, fáranlegt. Sem betur fer er ekki vikubið í næsta leik.

Úlfur segir að það líður allt of langt á milli leikja og að hann vilji sjá sama fyrirkomulag í Lengjudeildinni og er í Bestu deildinni.

Ég skil ekki alveg afhverju við erum að byrja Lengjudeildina mánuði á undan Bestu deildinni og klára hana mánuði á undan henni. Það munar 5 leikjum á þessum deildum. Ef ætlum að elta þá í að tvískipta deildinni, afhverju gerum við það þá bara ekki? Það kemur törn tvisvar eða þrisvar þar sem við spilum einhverja þrjá leiki á 10 dögum. Við erum nokkrum sinnum að bíða í sumar í 8 til 9 daga eftir leik.“

Við spiluðum leik svo spiluðum við 9 daga seinna við Þór. Við spiluðum leik núna seinast fyrir 8 dögum síðan. Það kemur smá törn núna eftir verslunarmannahelgina svo spilum við ÍR-ingana á miðvikudegi, Gróttu á laugardegi og Aftureldingu á sunnudegi. Höfum þetta alveg eins og Bestu deildina, bætum þessum 5 leikjum við, höfum tvískiptingu og lengjum mótið í Lengjudeildinni.“ sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis að lokum.

Viðtalið við Úlla má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner