Tottenham hefur hafið viðræður við Juventus og kannar möguleika á því að fá ítalska vængmanninn Federico Chiesa.
Hinn 26 ára gamli Chiesa er ekki í áætlunum Thiago Motta og hefur ekki skrifað undir framlengingu á samningi sínum. Juventus vill selja hann í sumar til að eiga ekki á hættu að missa hann frítt næsta sumar.
Hinn 26 ára gamli Chiesa er ekki í áætlunum Thiago Motta og hefur ekki skrifað undir framlengingu á samningi sínum. Juventus vill selja hann í sumar til að eiga ekki á hættu að missa hann frítt næsta sumar.
Tuttosport segir frá því að Tottenham sé líklegt til að vera tilbúið að ganga nálægt 30 milljóna evra verðmiðanum sem sé á Chiesa.
Ange Postecoglou stjóri Tottenham er sagður hrifinn af ítalska landsliðsmanninum, hans fjölhæfni og hversu góður hann er í einn gegn einum stöðu.
Athugasemdir



