Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fim 25. júlí 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Georg Guðjohnsen í KFK (Staðfest)
Mynd: Aðsend
Georg Ethan Guðjohnsen Mitchell fékk í gær félagaskipti í KFK frá Spáni. Hann tekur slaginn með KFK í 3. deildinni.

Georg er fæddur árið 2003 sem fór á reynslu til Bolton í lok síðasta árs. Hann hefur spilað í utandeildinni á Englandi að undanförnu.

Þóra Kristín Guðjohnsen er móðir Georgs og faðir hans er Andrew T. Mitchell. Þóra Kristín er systir Arnórs Guðjohnsen, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns. Árið 2022 fékk hann félagaskipti til Spánar en hann var þar hjá Gavá í Barcelona sem er sama félag og Sveinn Aron og Daníel Tristan voru hjá. U19 lið félagsins spilar í sömu deild og U19 hjá Espanyol og Barcelona.

Georg, sem er sóknarmaður, var hjá HK og Breiðabliki hér á Íslandi; lék með HK í 3. flokki og Breiðablik í 2. og 3. flokki. Hann þekkir því ágætlega til í Kópavogi.

KFK er í 6. sæti 3. deildar og er Georg kominn með leikheimild fyrir leikinn gegn Augnabliki á föstudag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner