
Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, var vonsvikinn að leikslokum eftir að lið hans tapaði 1-0 gegn nágrönnum sínum í ÍR. Liðin mættust í kvöld á ÍR-vellinum í 14. umferð Lengjudeild karla.
Lestu um leikinn: ÍR 1 - 0 Leiknir R.
„Við gerðum ekki nógu góða hluti í dag þannig við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur.“
Eftir síðasta leik Leiknis sagði Óli í viðtali að liðið þyrfti að byrja leikina betur.
„Mér fannst byrjunin vera allt í lagi að því leytinu til að við héldum skipulagi varnarlega. Byrjuðum aðeins aftarlega á vellinum og gáfum ekki færi á okkur. Það var svona það sem við ætluðum að loka á og loka á hraðar sóknir sem við erum að fá of mikið á okkur.“
Undir lok leiksins var mikil spenna og voru færi á báða bóga. Óli var því spurður hvort hann væri farinn að eiga von á jöfnunarmarkinu.
„Já já, maður hefur alltaf trú á því þegar það munar bara einu marki. En það gekk ekki í dag.
Óli gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik þegar hann tók Omar Sowe og Bogdan Bogdanovic af velli og setti Róbert Hauksson og Kára Stein inn á völlinn.
„Það var bara taktískt. Bara smá hræringar og breytingar í hálfleik. Mér fannst þeir sem komu inn gera mjög vel. Við vorum meira með boltann í seinni hálfleik og sköpuðum færi en ekki nógu mörg færi.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.