Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   fim 25. júlí 2024 22:15
Sævar Þór Sveinsson
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis.
Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, var vonsvikinn að leikslokum eftir að lið hans tapaði 1-0 gegn nágrönnum sínum í ÍR. Liðin mættust í kvöld á ÍR-vellinum í 14. umferð Lengjudeild karla.


Lestu um leikinn: ÍR 1 -  0 Leiknir R.

Við gerðum ekki nógu góða hluti í dag þannig við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur.“

Eftir síðasta leik Leiknis sagði Óli í viðtali að liðið þyrfti að byrja leikina betur.

Mér fannst byrjunin vera allt í lagi að því leytinu til að við héldum skipulagi varnarlega. Byrjuðum aðeins aftarlega á vellinum og gáfum ekki færi á okkur. Það var svona það sem við ætluðum að loka á og loka á hraðar sóknir sem við erum að fá of mikið á okkur.

Undir lok leiksins var mikil spenna og voru færi á báða bóga. Óli var því spurður hvort hann væri farinn að eiga von á jöfnunarmarkinu.

Já já, maður hefur alltaf trú á því þegar það munar bara einu marki. En það gekk ekki í dag.

Óli gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik þegar hann tók Omar Sowe og Bogdan Bogdanovic af velli og setti Róbert Hauksson og Kára Stein inn á völlinn.

Það var bara taktískt. Bara smá hræringar og breytingar í hálfleik. Mér fannst þeir sem komu inn gera mjög vel. Við vorum meira með boltann í seinni hálfleik og sköpuðum færi en ekki nógu mörg færi.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner