Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   fim 25. júlí 2024 22:23
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Margt gott og ég held að við séum allir svolítið svekktir að vera ekki að fara með forystuna sem við unnum fyrir, sem að hefði átt að vera allavega tvö mörk og þá er bara eitt að gera. Það er bara að stíga upp og gera meira úti og taka það sem er okkar“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-1 sigur gegn Eistneska liðinu Paide í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Paide

Í stöðunni 2-1 var mark dæmt af Stjörnunni en enginn virtist vita hvað var verið að dæma á nema dómarinn sjálfur, um þetta atvik sagði Jökull:

„Mér fannst þetta bara glórulaust. Mér finnst þetta vera mark og þetta á að standa og ég get ekki með nokkru móti skilið að þetta fái ekki að standa. Stundum er þetta bara svona og það þýðir ekkert að væla yfir því, við förum bara og gerum þeim mun betur úti. Við erum klárir í það, tökum leik um helgina og svo förum við ofpeppaðir út og tökum það sem við teljum vera okkar.“

Markmennirnir tveir hjá Stjörnunni, Árni Snær Ólafsson og Mathias Rosenörn, hafa verið að skipta á milli sín leikjum upp á síðkastið. Rosenörn hefur spilað alla Evrópuleikina til þessa á meðan Árni Snær spilar flesta leiki í Bestu deildinni. Aðspurður hver ástæðan á bak við þetta sé segir Jökull:

„Þetta eru tveir frábærir markmenn sem hafa spilað mjög vel. Árni hefur spilað mjög vel í sumar og hann hefur svolítið liðið fyrir lélegan varnarleik hjá liðinu í nokkrum leikjum og þá lítur tölfræðin hans illa út en hann er ekki tekinn út vegna hennar. Mathias er búinn að spila vel og átti að mörgu leiti skilið að fá fleiri leiki. Þá erum við með tvö markmenn sem eiga skilið að fá fullt af leikjum og reynum að gera það eins vel og við getum.“

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 


Athugasemdir