Fulham er enn að vinna í því að kaupa miðjumanninn Scott McTominay frá Manchester United.
Man Utd hafnaði nýverið 17 milljón punda tilboði frá Fulham í McTominay en Sky Sports segir frá því að það sé búist við því að það komi hærra tilboð frá Fulham á næstunni.
Það hefur verið talað um það ytra að Man Utd hafi sett 40 milljón punda verðmiða á McTominay og það er því ákveðið bil á milli félaganna.
Man Utd er ekki að leitast eftir því að selja McTominay en það er möguleiki á að það gerist ef nægilega gott tilboð berst.
McTominay, sem er 27 ára skoskur landsliðsmaður, er þessa stundina í æfingaferð með Man Utd.
Fulham er einnig að vinna í því að kaupa Emile Smith-Rowe frá Arsenal.
Athugasemdir

