Ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori mun í dag ferðast yfir til London þar sem hann gengst undir læknisskoðun fyrir félagaskipti sín til Arsenal.
Calafiori var einn af fáum leikmönnum ítalska landsliðsins sem fengu hrós fyrir frammistöðu sína á EM í Þýskalandi. Nú er þessi 22 ára leikmaður að ganga í raðir Arsenal frá Bologna, þar sem hann lék frábærlega á síðasta tímabili.
Calafiori var einn af fáum leikmönnum ítalska landsliðsins sem fengu hrós fyrir frammistöðu sína á EM í Þýskalandi. Nú er þessi 22 ára leikmaður að ganga í raðir Arsenal frá Bologna, þar sem hann lék frábærlega á síðasta tímabili.
Calafiori lék í hjarta varnarinnar á EM en er fjölhæfur og verður líklega notaður mest sem vinstri bakvörður hjá Arsenal.
Kaupverðið er í kringum 40 milljónir punda en Calafiori fer til London í dag og kemur svo til með að fara beint til Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem Arsenal er í æfingaferð. Nóg um ferðalög hjá honum.
Þessi 22 ára gamli varnarmaður gerir fimm ára samning við Arsenal.
Athugasemdir



