
Kristófer Orri Pétursson hefur framleng samning sinn við Gróttu út tímabilið 2026. Félagið tilkynnti þetta í dag.
Kristófer Orri tók við fyrirliðabandinu hjá Gróttu fyrir þetta tímabil. Hann er uppalinn hjá Gróttu, kom til félagsins frá Val þegar hann var 10 ára gamall.
Kristófer Orri tók við fyrirliðabandinu hjá Gróttu fyrir þetta tímabil. Hann er uppalinn hjá Gróttu, kom til félagsins frá Val þegar hann var 10 ára gamall.
„Um tíma leit ekki út fyrir að ferill Kristófers yrði glæsilegur því 18 ára gamall lenti hann í erfiðum nárameiðslum sem héldu honum frá fótbolta í heilt ár. Á síðasta árinu í 2. flokki komst Kristó hins vegar á lappir á ný og hafði hvatning þjálfara hans, þeirra Bjarka Más Ólafssonar og Arnars Þórs Axelssonar, þar mikil og góð áhrif. Kristófer Orri hefur ekki litið um öxl síðan. Hann hefur verið lykilmaður í meistaraflokki Gróttu síðustu sex árin og það eru sannarlega gleðitíðindi að félagið njóti krafta hans áfram," segir í tilkynningu Gróttu.
Magnús Örn Helgason yfirmaður knattspyrnumála hjá Gróttu er hæstánægður með að fyrirliðinn hafi framlengt: „Það eru frábærar fréttir fyrir allt Gróttufólk að Kristófer Orri sé búinn að framlengja. Og þetta ber líka vott um þann sterka persónuleika sem hann hefur að geyma. Eins og allir vita eru Gróttumenn í harðri botnbaráttu en Kristófer fer fyrir liðinu og ætlar að vera áfram lykilmaður í uppbyggingunni sem hefur átt sér stað síðustu árin og er alls ekki lokið.”
Kristófer Orri hafði sjálfur þetta að segja: „Það er mjög ánægjulegt að hafa skrifað undir nýjan samning við félagið mitt. Maður hefur gengið í gengum súrt og sætt með klúbbnum síðustu ár en það að klæðast bláu treyjunni er alltaf jafn sérstakt.”
Eins og Magnús Örn nefndi þá er Grótta í harðri botnbaráttu í Lengjudeildinni. Grótta hefur tapað síðustu sjö leikjum sínum og er stefnt að því að breyta þeirri staðreynd þegar Grindavík kemur í heimsókn á Vivaldivöllinn klukkan 19:15 í kvöld.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir