Heimild: 433.is
Óttast er að Theodór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR, hafi slitið krossband á æfingu hjá KR. Elmar segir að ef sú er raunin þá fari fótboltaskórnir á hilluna.
„Ég meiddi mig í hnénu en það er ekki búið að staðfesta að það sé slitið. Ég fer í myndatöku og þá kemur það í ljós. Ég er að vonast til að ég komist í myndatöku í dag en það er ekki öruggt," segir Elmar við 433.is.
„Þá klárar maður bara ferilinn ári fyrr en planið var. Ég sé mig ekki koma aftur miðað við hvernig leikstíllinn minn er og hvað yrði lítið eftir þegar ég gæti mögulega komið til baka. Þá færi maður bara að einbeita sér að einhverju öðru."
„Ég meiddi mig í hnénu en það er ekki búið að staðfesta að það sé slitið. Ég fer í myndatöku og þá kemur það í ljós. Ég er að vonast til að ég komist í myndatöku í dag en það er ekki öruggt," segir Elmar við 433.is.
„Þá klárar maður bara ferilinn ári fyrr en planið var. Ég sé mig ekki koma aftur miðað við hvernig leikstíllinn minn er og hvað yrði lítið eftir þegar ég gæti mögulega komið til baka. Þá færi maður bara að einbeita sér að einhverju öðru."
Elmar er 37 ára og er með samning við KR út næsta tímabil. Liðinu hefur vegnað illa á þessu tímabili og er aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið. Elmar segir við 433 ætla að hjálpa liðinu á einhvern annan hátt en innan vallar ef hann reynist hafa slitið krossband.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir