Heimild: Irish Examiner
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Írlands er að fá ósk sína uppfyllta en írskir fjölmiðlar greina frá því að John O'Shea verði aðstoðarþjálfari landsliðsins.
Heimir tók við af O'Shea fyrr í þessum mánuði en O'Shea var bráðabirgðastjóri eftir að Stephen Kenny var látinn fara undir lok síðasta árs.
„Ég hringdi í John O'Shea í gær og sagði honum að ég myndi elska að hafa hann með í þessari vegferð. Hann er með mikla virðingu frá stjórninni," sagði Heimir á sínum fyrsta fréttamannafundi sem þjálfari írska liðsins.
„Ef hann er með um borð, þá komumst við hraðar á þann stað sem við viljum komast á."
Athugasemdir


