Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   fös 26. júlí 2024 21:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Irish Examiner 
Heimi tekst að sannfæra John O'Shea

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Írlands er að fá ósk sína uppfyllta en írskir fjölmiðlar greina frá því að John O'Shea verði aðstoðarþjálfari landsliðsins.


Heimir tók við af O'Shea fyrr í þessum mánuði en O'Shea var bráðabirgðastjóri eftir að Stephen Kenny var látinn fara undir lok síðasta árs.

„Ég hringdi í John O'Shea í gær og sagði honum að ég myndi elska að hafa hann með í þessari vegferð. Hann er með mikla virðingu frá stjórninni," sagði Heimir á sínum fyrsta fréttamannafundi sem þjálfari írska liðsins.

„Ef hann er með um borð, þá komumst við hraðar á þann stað sem við viljum komast á."


Athugasemdir
banner