
„Mjög ánægður með að vinna, við höfum átt erfiða seinustu leiki,'' segir Chris Brazell, þjálfari Gróttu, eftir 3-1 sigur gegn Grindavík í 14. umferð Lengjudeildarinnar.
„Mér fannst þeir sýna í kvöld gæði og þeir sýndu líka löngun. Mér fannst þessi úrslit sýna hvað við höfum í okkur, sérstaklega eftir að hafa tapið sjö leiki í röð,''
„Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur, heldur eru það strákarnir. Það var gott að ferska upp liðið aðeins og við höfum átt vandræðum með meiðsli. Okkur finnst að þetta vera keppnishæft lið og okkur fannst vera kominn tími að koma inn öðrum leikmönnum inn í liðið,''
Rasmus Christiansen spilaði sinn fyrsta leik fyrir Gróttu í dag og var flottur í vörninni.
„Hann var átti sterka frammistöðu, en hann getur líka bætt sig sem leikmaður. Hann er ólíkur mörgum af leikmönnum mínum og hann er aðeins nær mínum og Arons aldur. Ég vill að þeir njóti að spila fótbolta, og ég er viss að þeir hafa spilað með betri þjálfurum,''
„Ég hef þekkt núna í níu eða tíu mánuði. Hann þjálfaði með okkur allann vetur og við vorum vonsvikin að við fengum hann ekki til okkar fyrir timabilið,'' segir Chris.
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.