Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
banner
   fim 25. júlí 2024 23:50
Ívan Guðjón Baldursson
Trabzonspor fær Savic frá Atlético (Staðfest)
Mynd: EPA
Tyrkneska félagið Trabzonspor er búið að krækja í miðvörðinn öfluga Stefan Savic sem kemur til félagsins eftir níu ár hjá Atlético Madrid.

Savic átti eitt ár eftir af samningi sínum við Atlético en spænska stórveldið hleypti honum burt á mjög lágu verði, sem er þó óuppgefið.

Savic er 33 ára gamall og spilaði 297 leiki fyrir Atlético. Hann spilaði 33 leiki á síðustu leiktíð og er því enn í fullu fjöri.

Savic er landsliðsmaður Svartfjallalands og er búinn að gera þriggja ára samning við Trabzonspor.


Athugasemdir
banner