Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   fim 25. júlí 2024 22:40
Brynjar Óli Ágústsson
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
Lengjudeildin
<b>Haraldur Árni, þjálfari Grindavíkur.</b>
Haraldur Árni, þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Mér líður ílla'' segir Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 3-1 tap gegn Gróttu í 14. umferð Lengjudeildarinnar.


„Við vorum lélegir fyrstu 20. mínútunar af leiknum svo fannst mér við vera töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum. Við eigum tonn af færum, þannig það var svekkjandi að vera undir í hálfleik. Við skorum síðan fínt mark í seinni hálfleiknum mér fannst að allur vindur var með okkur,''

Turkus fær dæmt á sig rautt spjald þegar hann tæklar inn í teig og Grótta fær víti. Haraldur var alls ekki sáttur með litinn á því spjaldi.

„Það getur vel verið að þetta hafi verið vítaspyrna, en minn maður ef hann snertir ekki boltann þá er hann í minnsta kosti að reyna leika honum. Þannig hann er ekki að ræna marktækifæri. Twana rak tvo menn hjá mér útaf fyrir tíu dögum síðan og ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag,''

„Það er engin sértök lína hjá honum, það er engin sértök hjá honum á milli leikja og það er engi lína milli dómara milli leikja heldur sem fer svolitið í taugarnar á mér. Við erum komin með fimm rauð síðustu fjórum leikjum og ég hef verið sammála tveimur af þeim,''

Daniel Ndi spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í dag.

„Hann er spennandi, hann er með mikla hæfileika og gefur okkur aðra vídd,'' segir Haraldur Árni

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner