Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   fim 25. júlí 2024 22:40
Brynjar Óli Ágústsson
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
Lengjudeildin
<b>Haraldur Árni, þjálfari Grindavíkur.</b>
Haraldur Árni, þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Mér líður ílla'' segir Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 3-1 tap gegn Gróttu í 14. umferð Lengjudeildarinnar.


„Við vorum lélegir fyrstu 20. mínútunar af leiknum svo fannst mér við vera töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum. Við eigum tonn af færum, þannig það var svekkjandi að vera undir í hálfleik. Við skorum síðan fínt mark í seinni hálfleiknum mér fannst að allur vindur var með okkur,''

Turkus fær dæmt á sig rautt spjald þegar hann tæklar inn í teig og Grótta fær víti. Haraldur var alls ekki sáttur með litinn á því spjaldi.

„Það getur vel verið að þetta hafi verið vítaspyrna, en minn maður ef hann snertir ekki boltann þá er hann í minnsta kosti að reyna leika honum. Þannig hann er ekki að ræna marktækifæri. Twana rak tvo menn hjá mér útaf fyrir tíu dögum síðan og ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag,''

„Það er engin sértök lína hjá honum, það er engin sértök hjá honum á milli leikja og það er engi lína milli dómara milli leikja heldur sem fer svolitið í taugarnar á mér. Við erum komin með fimm rauð síðustu fjórum leikjum og ég hef verið sammála tveimur af þeim,''

Daniel Ndi spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í dag.

„Hann er spennandi, hann er með mikla hæfileika og gefur okkur aðra vídd,'' segir Haraldur Árni

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner