Íslendingaliðin gerðu flotta hluti í forkeppnum Evrópukeppna í dag þar sem þau báru öll sigur úr býtum.
25.07.2024 19:19
Íslendingaliðin sigruðu Evrópuleikina
Í seinni leikjum kvöldsins mættu tvö Íslendingalið til leiks í forkeppni Evrópudeildarinnar og eitt í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Kristian Nökkvi Hlynsson sat allan tímann á bekknum í 1-0 sigri Ajax gegn Vojvodina og þá kom Sverrir Ingi Ingason inn af bekknum undir lokin í 2-1 sigri Panathinaikos gegn Botev Plovdiv frá Búlgaríu. Hörður Björgvin Magnússon var ekki í hóp.
Ajax og Panathinaikos eru því í þokkalegri stöðu fyrir seinni leikina í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Andri Lucas Guðjohnsen lék að lokum allan leikinn í fremstu víglínu Gent sem vann þægilegan 4-1 sigur gegn Viking frá Færeyjum, en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmdi leikinn með íslensku teymi.
Gent er svo gott sem komið áfram í næstu umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Panathinaikos 2 - 1 Botev
1-0 Alexander Jeremejeff ('8 )
2-0 Anastasios Bakasetas ('44 , víti)
2-1 Alen Korosec ('71 )
Ajax 1 - 0 Vojvodina
1-0 Branco van den Boomen ('86 )
Gent 4 - 1 Vikingur
0-1 Jorgin Nielsen ('13 )
1-1 Hyeon-seok Hong ('25 )
2-1 Sven Kums ('59 )
3-1 Julien De Sart ('68 , víti)
4-1 Hyeon-seok Hong ('88 )
Athugasemdir


