
„Ég er ánægður með stigið fyrirfram en alls ekki hvernig þetta spilaðist í dag. Ég er mjög ósáttur að við förum bara með eitt stig úr Grafarvoginum í dag.“ sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Dalvíkur, eftir 1-1 jafntefli gegn toppliði Fjölnis í Grafarvoginum.
Lestu um leikinn: Fjölnir 1 - 1 Dalvík/Reynir
Dragan var gífurlega ánægður með frammistöðu sinna manna í dag.
„Frammistaðan hjá leikmönnum okkar var frábær í dag. Þeir stóðu sig vel í dag eins og í allt sumar. Við erum búnir að vera óheppnir í mörgum leikjum í sumar. Við erum að klúðra fjórum til fimm dauðafærum í hverjum leik sem er að drepa okkur. Þetta er ástæðan afhverju við erum í 12. sæti en einu sinni enn; stórt hrós á strákana sem hafa staðið sig mjög vel í dag.“
Hassan Jalloh fékk að rautt spjald í dag fyrir að kýla Baldvin Berndsen samkvæmt dómarateyminu.
„Ég get get ekki tjáð mig um rauða spjaldið því ég sá það ekki, þetta var langt frá mér. En þetta er fokking pirrandi að við fáum rautt spjald aftur og aftur. Þetta er þriðja rauða spjaldið á framherja í sumar hjá okkur. Þetta er mjög slæmt. Það er umræða í gangi núna í Lengjudeildinni að okkar framherjar eru grófir og alltaf að kýla varnarmenn. Það er ekki svoleiðis.“
„Þessi umræða verður að breytast. Núna eru allir leikmenn og þjálfarar sem eru að spila á móti okkar að lesa þetta og við fyrsta tækifæri detta þeir niður, fiska og við fáum rautt spjald. Þetta er átakanlegt að horfa á þetta. Ég er ekki búinn að segja orð um dómarana. Þessi dómari í dag er búinn að standa sig ágætlega, en þetta verður að breytast.“
Dragan hélt þá áfram að tala um umræðuna í kringum Dalvíkurliðið.
„Leikmenn vita af þessu (umræðunni) og detta niður við fyrsta tækifæri eins og ég sagði áður, fiska víti og við fáum rautt spjald. Sjúkraþjálfari Fjölnis vildi koma inn á og hjálpa þessum sem lá niðri (Baldvin Bernsden) eftir að hafa verið kýldur í magann eins og dómararnir sögðu. En þeir sem stóðu við hliðin á honum sögðu „nei nei nei, ekki koma inn á.“ Hvað þýðir það? Hann er kýldur í magann, hann hlýtur að vilja að fá aðstoð, hann vildi ekki fá aðstoð. Þetta segir mér að það gerðist ekki mikið þarna. Ef hann kýldi hann er þetta rautt spjald en ég er alveg viss um að hann gerði ekki það.“
Dómararnir gáfu Dragan þá skýringu að Hassan hafi kýlt leikmann Fjölnis í magann en Dragan segir að það hafi verið mjög ólíklegt.
„Þeir sögðu að hann hafi kýlt hann. Eins og ég sagði áður að þá er ég ekki búinn að sjá þetta aftur og er ekki að fara að dæma þetta atvik. En ég er bara að segja hvernig umræðan er. Hvernig hún er búin að vera og mun halda áfram. Þessi strákur (Hassan Jalloh), sem er búinn að vera í HK og Grindavík, myndi aldrei kýla mann á fótboltavelli og það vita allir sem þekkja hann.“
Næsti leikur Dalvíkinga er gegn ÍR á heimavelli þeirra á Dalvík.
„Þeir sem spiluðu í dag stóðu sig gífurlega vel eins og ég sagði áðan. En okkur vantaði 5 leikmenn í dag. Þetta stig gefur okkur orku og við mætum alveg klárir í næsta leik.“ sagði Dragan.
Viðtalið við Dragan má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.