Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   fös 26. júlí 2024 20:39
Sævar Þór Sveinsson
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis.
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk Fylki í heimsókn í 14. umferð Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Breiðablik vann leikinn 1-0 eftir mark frá Ástu Eir Árnadóttur snemma í leiknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Fylkir

Mér fannst frammistaðan virkilega góð. Ég er bara virkilega stoltur af stelpunum, gerði það sem fyrir þeim var lagt. Við vorum með ákveðið skipulag og gerðum það vel og bara súrt að tapa á svona skítamarki.

En hvert var eiginlega uppleggið hjá Fylkisliðinu í kvöld?

Við ákváðum að sitja aðeins og leyfðum hafsentunum báðum að hafa boltann. Ætluðum að reyna lokka þær framar á völlinn og búa til svæði þar, bakverðirnir þeirra fara hátt líka. Reyna sækja hratt á þær og vorum með ákveðin pressumóment. Þetta gekk alveg og við fengum okkar móment.“

Fylkir náði sínum fyrsta sigri í langan tíma í síðustu umferð og átti fína frammistöðu í kvöld gegn toppliði deildarinnar. Það er innspýting fyrir liðið.

Það datt þarna eitt mark en frammistaðan bara virkilega góð og allar að leggja sig fram. Samheldnar og góð liðsheild og leikmennirnir sem komu inn á eru líka algjörlega on þegar þær koma inn á. Þetta er eitthvað sem við getum klárlega byggt á.

Fylkir sótti ungan leikmann frá Keflavík í vikunni, hana Elfu Kareni Magnúsdóttur.

Elfa er hörkugóð í fótbolta. Hún hefur átt í meiðslum og er að fara koma til baka hægt og bítandi. Hún getur fært okkur heilmikið þannig það verður bara gaman þegar hún kemst á fullt skrið.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner