Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
banner
   fös 26. júlí 2024 20:39
Sævar Þór Sveinsson
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis.
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk Fylki í heimsókn í 14. umferð Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Breiðablik vann leikinn 1-0 eftir mark frá Ástu Eir Árnadóttur snemma í leiknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Fylkir

Mér fannst frammistaðan virkilega góð. Ég er bara virkilega stoltur af stelpunum, gerði það sem fyrir þeim var lagt. Við vorum með ákveðið skipulag og gerðum það vel og bara súrt að tapa á svona skítamarki.

En hvert var eiginlega uppleggið hjá Fylkisliðinu í kvöld?

Við ákváðum að sitja aðeins og leyfðum hafsentunum báðum að hafa boltann. Ætluðum að reyna lokka þær framar á völlinn og búa til svæði þar, bakverðirnir þeirra fara hátt líka. Reyna sækja hratt á þær og vorum með ákveðin pressumóment. Þetta gekk alveg og við fengum okkar móment.“

Fylkir náði sínum fyrsta sigri í langan tíma í síðustu umferð og átti fína frammistöðu í kvöld gegn toppliði deildarinnar. Það er innspýting fyrir liðið.

Það datt þarna eitt mark en frammistaðan bara virkilega góð og allar að leggja sig fram. Samheldnar og góð liðsheild og leikmennirnir sem komu inn á eru líka algjörlega on þegar þær koma inn á. Þetta er eitthvað sem við getum klárlega byggt á.

Fylkir sótti ungan leikmann frá Keflavík í vikunni, hana Elfu Kareni Magnúsdóttur.

Elfa er hörkugóð í fótbolta. Hún hefur átt í meiðslum og er að fara koma til baka hægt og bítandi. Hún getur fært okkur heilmikið þannig það verður bara gaman þegar hún kemst á fullt skrið.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir