Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 26. júlí 2024 20:39
Sævar Þór Sveinsson
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis.
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk Fylki í heimsókn í 14. umferð Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Breiðablik vann leikinn 1-0 eftir mark frá Ástu Eir Árnadóttur snemma í leiknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Fylkir

Mér fannst frammistaðan virkilega góð. Ég er bara virkilega stoltur af stelpunum, gerði það sem fyrir þeim var lagt. Við vorum með ákveðið skipulag og gerðum það vel og bara súrt að tapa á svona skítamarki.

En hvert var eiginlega uppleggið hjá Fylkisliðinu í kvöld?

Við ákváðum að sitja aðeins og leyfðum hafsentunum báðum að hafa boltann. Ætluðum að reyna lokka þær framar á völlinn og búa til svæði þar, bakverðirnir þeirra fara hátt líka. Reyna sækja hratt á þær og vorum með ákveðin pressumóment. Þetta gekk alveg og við fengum okkar móment.“

Fylkir náði sínum fyrsta sigri í langan tíma í síðustu umferð og átti fína frammistöðu í kvöld gegn toppliði deildarinnar. Það er innspýting fyrir liðið.

Það datt þarna eitt mark en frammistaðan bara virkilega góð og allar að leggja sig fram. Samheldnar og góð liðsheild og leikmennirnir sem komu inn á eru líka algjörlega on þegar þær koma inn á. Þetta er eitthvað sem við getum klárlega byggt á.

Fylkir sótti ungan leikmann frá Keflavík í vikunni, hana Elfu Kareni Magnúsdóttur.

Elfa er hörkugóð í fótbolta. Hún hefur átt í meiðslum og er að fara koma til baka hægt og bítandi. Hún getur fært okkur heilmikið þannig það verður bara gaman þegar hún kemst á fullt skrið.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner