
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 0 Fylkir
„Mér fannst frammistaðan virkilega góð. Ég er bara virkilega stoltur af stelpunum, gerði það sem fyrir þeim var lagt. Við vorum með ákveðið skipulag og gerðum það vel og bara súrt að tapa á svona skítamarki.“
En hvert var eiginlega uppleggið hjá Fylkisliðinu í kvöld?
„Við ákváðum að sitja aðeins og leyfðum hafsentunum báðum að hafa boltann. Ætluðum að reyna lokka þær framar á völlinn og búa til svæði þar, bakverðirnir þeirra fara hátt líka. Reyna sækja hratt á þær og vorum með ákveðin pressumóment. Þetta gekk alveg og við fengum okkar móment.“
Fylkir náði sínum fyrsta sigri í langan tíma í síðustu umferð og átti fína frammistöðu í kvöld gegn toppliði deildarinnar. Það er innspýting fyrir liðið.
„Það datt þarna eitt mark en frammistaðan bara virkilega góð og allar að leggja sig fram. Samheldnar og góð liðsheild og leikmennirnir sem komu inn á eru líka algjörlega on þegar þær koma inn á. Þetta er eitthvað sem við getum klárlega byggt á.“
Fylkir sótti ungan leikmann frá Keflavík í vikunni, hana Elfu Kareni Magnúsdóttur.
„Elfa er hörkugóð í fótbolta. Hún hefur átt í meiðslum og er að fara koma til baka hægt og bítandi. Hún getur fært okkur heilmikið þannig það verður bara gaman þegar hún kemst á fullt skrið.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.