Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
banner
   fös 26. júlí 2024 20:39
Sævar Þór Sveinsson
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis.
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk Fylki í heimsókn í 14. umferð Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Breiðablik vann leikinn 1-0 eftir mark frá Ástu Eir Árnadóttur snemma í leiknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Fylkir

Mér fannst frammistaðan virkilega góð. Ég er bara virkilega stoltur af stelpunum, gerði það sem fyrir þeim var lagt. Við vorum með ákveðið skipulag og gerðum það vel og bara súrt að tapa á svona skítamarki.

En hvert var eiginlega uppleggið hjá Fylkisliðinu í kvöld?

Við ákváðum að sitja aðeins og leyfðum hafsentunum báðum að hafa boltann. Ætluðum að reyna lokka þær framar á völlinn og búa til svæði þar, bakverðirnir þeirra fara hátt líka. Reyna sækja hratt á þær og vorum með ákveðin pressumóment. Þetta gekk alveg og við fengum okkar móment.“

Fylkir náði sínum fyrsta sigri í langan tíma í síðustu umferð og átti fína frammistöðu í kvöld gegn toppliði deildarinnar. Það er innspýting fyrir liðið.

Það datt þarna eitt mark en frammistaðan bara virkilega góð og allar að leggja sig fram. Samheldnar og góð liðsheild og leikmennirnir sem komu inn á eru líka algjörlega on þegar þær koma inn á. Þetta er eitthvað sem við getum klárlega byggt á.

Fylkir sótti ungan leikmann frá Keflavík í vikunni, hana Elfu Kareni Magnúsdóttur.

Elfa er hörkugóð í fótbolta. Hún hefur átt í meiðslum og er að fara koma til baka hægt og bítandi. Hún getur fært okkur heilmikið þannig það verður bara gaman þegar hún kemst á fullt skrið.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir