Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   fös 26. júlí 2024 23:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeild kvenna: Tíu Eyjakonur héldu út - Markalaust í Breiðholti
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV heimsótti Gróttu í Lengjudeild kvenna í kvöld en aðeins þremur stigum munaði á liðunum fyrir leikinn.


Markalaust var í hálfleik en Ágústa María Valtýsdóttir reyndist hetja Eyjakvenna þegar hún skoraði eina markið þegar rúmur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

Undir lok leiksins fékk Telusila Mataaho Vunipola í liði ÍBV að líta rauða spjaldið en það kom ekki að sök. ÍBV fór upp fyrir Gróttu í 3. sæti deildarinnar með þessum sigri.

Botnliðin tvö, ÍR og Selfoss, áttust við á ÍR-vellinum í kvöld en leiknum lauk með markalausu jafntefli. ÍR hefur aðeins nælt í fimm stig í sumar og situr á botninum en Selfoss er í sætinu fyrir ofan með 10 stig.

Grótta 0 - 1 ÍBV
0-1 Ágústa María Valtýsdóttir ('73 )
Rautt spjald: Telusila Mataaho Vunipola, ÍBV ('83)

ÍR 0-0 Selfoss


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner