Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fim 25. júlí 2024 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Oli McBurnie til Las Palmas (Staðfest)
Oliver McBurnie, betur þekktur sem Oli McBurnie, er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við spænska félagið Las Palmas.

McBurnie gengur til liðs við Las Palmas á frjálsri sölu eftir að hafa runnið út á samningi hjá Sheffield United í sumar.

McBurnie er 28 ára framherji sem skoraði 6 mörk og gaf 3 stoðsendingar í 21 úrvalsdeildarleik með Sheffield á síðustu leiktíð.

Hann var meðal betri framherja Championship deildarinnar þegar hann lék þar en tókst ekki að gera frábæra hluti í úrvalsdeildinni. Það verður áhugavert að fylgjast með McBurnie á Spáni.

Las Palmas endaði sjö stigum fyrir ofan fallsæti á síðustu leiktíð í LaLiga.

Til gamans má geta að Las Palmas var einnig að krækja í Adnan Januzaj, fyrrum kantmann Manchester United, á láni frá Sevilla.


Athugasemdir
banner