Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   fim 25. júlí 2024 21:43
Matthías Freyr Matthíasson
Addi Grétars: Þeir greinilega sáttir með jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Verður maður ekki að vera sáttur, kannski í ljósi stöðunnar að við missum mann útaf þegar það eru 10 mínútur eftir. Mér fannst þetta svoldið sérstakur leikur. Færin sem þeir skapa sér, okkar upplifun var að við værum klaufar, að skapa þetta sjálfir. En mér fannst við alveg skapa nóg til að skora eitt - tvö mörk í leiknum. sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 0 - 0 jafntefli við St.Mirren í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 St. Mirren

Ég átti kannski von á þeir myndu stíga hærra upp á okkur í stöðunni 11 á móti 10 en þeir voru greinilega sáttir með að kannski að fara bara með jafntefli. 

Ég hefði viljað fá markið en er ánægður með að við höldum hreinu en eins og ég átti von á að þetta yrði alvöru viðreign. Mér fannst við vera ofan á fótboltalega séð en það verður annar leikur úti og þar verðum við bara að eiga alvöru leik og ég tel okkur eiga bullandi séns ef við spilum góðan leik að fara áfram. Það held að sé alveg klárt.

Ég skoðaði tölfræðina í hálfleik og ég held að við höfum verið með tæp 60% með boltann í fyrri hálfleik þannig að við vorum töluvert meira með boltann en þeir. En það skiptir svo sem engu máli, það er það sem gerist á varnarþriðjung og sóknarþriðjung. Mér fannst við á köflum ekki að vera verjast nógu vel. 

Hvað geturu sagt um rauða spjaldið sem Aron Jóh fær?

Hann er nýkominn inn á og fær gult spjald og mér fannst það vera rétt hjá honum að taka gult þar. Við vorum búnir að vera með boltann og töpum boltanum og mér fannst það á þessum tímapunkti hárrétt og svo er hann bara óheppinn. Þarna kemur sending og hann fer eitthvað smá í hann, boltinn fer. Einhverjir dómarar hefðu kannski, því hann átti aldrei möguleika á boltanum (leikmaður St.Mirren) held ég. En það er ekkert hægt að segja við því. Hann (Aron) var ekkert eitthvað að öskra á þetta, held að hann hafi áttað sig á því að það væri alveg hægt að henda honum út af fyrir þetta.

Nánar er rætt við Arnar í sjónvarpinu hér að ofan og meðal annars viðureignina sem fram fer í Skotlandi í næstu viku.


Athugasemdir
banner
banner