Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   fim 25. júlí 2024 21:43
Matthías Freyr Matthíasson
Addi Grétars: Þeir greinilega sáttir með jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Verður maður ekki að vera sáttur, kannski í ljósi stöðunnar að við missum mann útaf þegar það eru 10 mínútur eftir. Mér fannst þetta svoldið sérstakur leikur. Færin sem þeir skapa sér, okkar upplifun var að við værum klaufar, að skapa þetta sjálfir. En mér fannst við alveg skapa nóg til að skora eitt - tvö mörk í leiknum. sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 0 - 0 jafntefli við St.Mirren í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 St. Mirren

Ég átti kannski von á þeir myndu stíga hærra upp á okkur í stöðunni 11 á móti 10 en þeir voru greinilega sáttir með að kannski að fara bara með jafntefli. 

Ég hefði viljað fá markið en er ánægður með að við höldum hreinu en eins og ég átti von á að þetta yrði alvöru viðreign. Mér fannst við vera ofan á fótboltalega séð en það verður annar leikur úti og þar verðum við bara að eiga alvöru leik og ég tel okkur eiga bullandi séns ef við spilum góðan leik að fara áfram. Það held að sé alveg klárt.

Ég skoðaði tölfræðina í hálfleik og ég held að við höfum verið með tæp 60% með boltann í fyrri hálfleik þannig að við vorum töluvert meira með boltann en þeir. En það skiptir svo sem engu máli, það er það sem gerist á varnarþriðjung og sóknarþriðjung. Mér fannst við á köflum ekki að vera verjast nógu vel. 

Hvað geturu sagt um rauða spjaldið sem Aron Jóh fær?

Hann er nýkominn inn á og fær gult spjald og mér fannst það vera rétt hjá honum að taka gult þar. Við vorum búnir að vera með boltann og töpum boltanum og mér fannst það á þessum tímapunkti hárrétt og svo er hann bara óheppinn. Þarna kemur sending og hann fer eitthvað smá í hann, boltinn fer. Einhverjir dómarar hefðu kannski, því hann átti aldrei möguleika á boltanum (leikmaður St.Mirren) held ég. En það er ekkert hægt að segja við því. Hann (Aron) var ekkert eitthvað að öskra á þetta, held að hann hafi áttað sig á því að það væri alveg hægt að henda honum út af fyrir þetta.

Nánar er rætt við Arnar í sjónvarpinu hér að ofan og meðal annars viðureignina sem fram fer í Skotlandi í næstu viku.


Athugasemdir
banner