Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   fim 25. júlí 2024 21:43
Matthías Freyr Matthíasson
Addi Grétars: Þeir greinilega sáttir með jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Verður maður ekki að vera sáttur, kannski í ljósi stöðunnar að við missum mann útaf þegar það eru 10 mínútur eftir. Mér fannst þetta svoldið sérstakur leikur. Færin sem þeir skapa sér, okkar upplifun var að við værum klaufar, að skapa þetta sjálfir. En mér fannst við alveg skapa nóg til að skora eitt - tvö mörk í leiknum. sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 0 - 0 jafntefli við St.Mirren í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 St. Mirren

Ég átti kannski von á þeir myndu stíga hærra upp á okkur í stöðunni 11 á móti 10 en þeir voru greinilega sáttir með að kannski að fara bara með jafntefli. 

Ég hefði viljað fá markið en er ánægður með að við höldum hreinu en eins og ég átti von á að þetta yrði alvöru viðreign. Mér fannst við vera ofan á fótboltalega séð en það verður annar leikur úti og þar verðum við bara að eiga alvöru leik og ég tel okkur eiga bullandi séns ef við spilum góðan leik að fara áfram. Það held að sé alveg klárt.

Ég skoðaði tölfræðina í hálfleik og ég held að við höfum verið með tæp 60% með boltann í fyrri hálfleik þannig að við vorum töluvert meira með boltann en þeir. En það skiptir svo sem engu máli, það er það sem gerist á varnarþriðjung og sóknarþriðjung. Mér fannst við á köflum ekki að vera verjast nógu vel. 

Hvað geturu sagt um rauða spjaldið sem Aron Jóh fær?

Hann er nýkominn inn á og fær gult spjald og mér fannst það vera rétt hjá honum að taka gult þar. Við vorum búnir að vera með boltann og töpum boltanum og mér fannst það á þessum tímapunkti hárrétt og svo er hann bara óheppinn. Þarna kemur sending og hann fer eitthvað smá í hann, boltinn fer. Einhverjir dómarar hefðu kannski, því hann átti aldrei möguleika á boltanum (leikmaður St.Mirren) held ég. En það er ekkert hægt að segja við því. Hann (Aron) var ekkert eitthvað að öskra á þetta, held að hann hafi áttað sig á því að það væri alveg hægt að henda honum út af fyrir þetta.

Nánar er rætt við Arnar í sjónvarpinu hér að ofan og meðal annars viðureignina sem fram fer í Skotlandi í næstu viku.


Athugasemdir
banner