Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
   fim 25. júlí 2024 21:43
Matthías Freyr Matthíasson
Addi Grétars: Þeir greinilega sáttir með jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Verður maður ekki að vera sáttur, kannski í ljósi stöðunnar að við missum mann útaf þegar það eru 10 mínútur eftir. Mér fannst þetta svoldið sérstakur leikur. Færin sem þeir skapa sér, okkar upplifun var að við værum klaufar, að skapa þetta sjálfir. En mér fannst við alveg skapa nóg til að skora eitt - tvö mörk í leiknum. sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 0 - 0 jafntefli við St.Mirren í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 St. Mirren

Ég átti kannski von á þeir myndu stíga hærra upp á okkur í stöðunni 11 á móti 10 en þeir voru greinilega sáttir með að kannski að fara bara með jafntefli. 

Ég hefði viljað fá markið en er ánægður með að við höldum hreinu en eins og ég átti von á að þetta yrði alvöru viðreign. Mér fannst við vera ofan á fótboltalega séð en það verður annar leikur úti og þar verðum við bara að eiga alvöru leik og ég tel okkur eiga bullandi séns ef við spilum góðan leik að fara áfram. Það held að sé alveg klárt.

Ég skoðaði tölfræðina í hálfleik og ég held að við höfum verið með tæp 60% með boltann í fyrri hálfleik þannig að við vorum töluvert meira með boltann en þeir. En það skiptir svo sem engu máli, það er það sem gerist á varnarþriðjung og sóknarþriðjung. Mér fannst við á köflum ekki að vera verjast nógu vel. 

Hvað geturu sagt um rauða spjaldið sem Aron Jóh fær?

Hann er nýkominn inn á og fær gult spjald og mér fannst það vera rétt hjá honum að taka gult þar. Við vorum búnir að vera með boltann og töpum boltanum og mér fannst það á þessum tímapunkti hárrétt og svo er hann bara óheppinn. Þarna kemur sending og hann fer eitthvað smá í hann, boltinn fer. Einhverjir dómarar hefðu kannski, því hann átti aldrei möguleika á boltanum (leikmaður St.Mirren) held ég. En það er ekkert hægt að segja við því. Hann (Aron) var ekkert eitthvað að öskra á þetta, held að hann hafi áttað sig á því að það væri alveg hægt að henda honum út af fyrir þetta.

Nánar er rætt við Arnar í sjónvarpinu hér að ofan og meðal annars viðureignina sem fram fer í Skotlandi í næstu viku.


Athugasemdir
banner
banner